miðvikudagur, október 08, 2008

Kreppufjármál

Við Erla ætlum að fara af stað með lítinn hóp fólks gagngert til að ræða fjármál heimilisins. Til að byrja með verður þetta heima hjá okkur, ein kvöldstund. Við ætlum að fara í nokkur undirstöðuatriði varðandi fjármál, m.a. ætlum við skoða hvernig best er að stýra útgjöldum heimilisins. Við ætlum að ræða með hvaða hætti er best að grípa í taumana ef stefnir í óefni. Við munum skoða áætlanagerð í því sambandi.
Við munum benda á leiðir til verulegs sparnaðar án þess að skerða lífsgæði að neinu marki og skoða í leiðinni hversu neyslulán geta verið hættuleg fjölskyldunni. Við ætlum líka að skoða hvernig maður varðveitir sálartetrið okkar og barnanna okkar í gegnum fjármálalegar þrengingar.
Og síðast en ekki síst ætlum við að skoða hver er besti fjármálastjóri heimilisins (mjög lógískt atriði)
Til að gæta forvitnisvarna bið ég þá sem hafa áhuga á að vera með, að hringja í mig í síma 8212929 eða Erlu í síma 8218313. Nafnleyndar verður gætt.
Dagsetning er ekki alveg klár en þetta verður mjög fljótlega.

Njótið daganna, þeir eru þrátt fyrir allt góðir......

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

An American said:
- We have George Bush, Stevie Wonder, Bob Hope, and Johnny Cash.

And an Icelander replied:
- We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope, and no Cash.