sunnudagur, febrúar 08, 2009

Góðra vina þorrafundur

Þorrablótið árlega hjá okkur systkinunum. Það 32. í röðinni, var haldið hér í Húsinu við ána. Veðrið var gott og allir gátu komið. Að vanda var gaman að hittast. Matnum, sem sumum finnst skemmdur og varla mannamatur, voru gerð góð skil. Hákarlinn var kannski full mildur ef eitthvað er. Annað féll vel í kramið. Ég gerði að gamni mínu að sjóða feitt saltað hrossakjöt og bjóða með hefðbundna þorramatnum. Það féll í góðan jarðveg, enda er saltað hrossakjöt sælkera matur ef það er vel heppnað. Alltaf er það samt samfélagið sem auðgar, þó svo maturinn sé alltaf

mannsins megin. Það er gaman að skiptast á gömlum minningum, segja sögur úr bernsku eða jafnvel rifja upp stundir úr fyrri þorrablótum. Þau eru jú orðin nokkur.

32 ár hafa sett mark á hópinn eins og gengur. Ég set hér inn myndir teknar í gærkvöldi. Efri myndin er af okkur systkinunum, sú neðri af mökum.


Það sést kannski best með samanburði. Þetta er tekið í garðinum Hildar og Jóa í einu af fyrstu þorrablótunum okkar. Gæti verið nálægt 30 ára gömul mynd.
Kannski ekki svo mikill munur? Aðallega háraliturinn :o=)
og motturnar, kannski nokkur kíló líka, sumstaðar allavega.
Gaman að þessu.
Njótið daganna gott fólk......

3 ummæli:

Eygló sagði...

Gaman að þessum myndum =) Ekkert smá sniðugt að raða ykkur svona upp á myndunum og svo makarnir á sama stað =) mjöög flott! Mér finnst líka sniðugt hjá ykkur að hittst bara sytkinin, við erum orðin svo mörg ef allir ættu að koma :)
Sjáumst seinna í dag :)
Þín Eygló

Nafnlaus sagði...

-Já þetta var verulega skemmtilegt og góður matur -og gott að það skyldi vera fært fyrir skræfur yfir fjallið fagurbláa.
Þin sys

Nafnlaus sagði...

ja ég sé ekki að það sé neinn munur á ykkur hehe:)
Gaman að þetta heppnaðist svona vel hjá ykkur, það er ekki eins og þið hittist á hverjum degi öll saman..
Annars skemmtilegt blogg og skemmtilegar myndir:)
-Hrund