þriðjudagur, janúar 27, 2009

Vindasamt

Það er ekki laust við að hlutirnir gerist hratt þessi misserin. Stjórnarfall, og vinstri stjórn í burðarliðnum. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvað kemur út úr þessari samsuðu. Þarf kannski ekki að vera svo merkilegt til að vera jafnokar eða betri en fráfarandi stjórn. Allavega eru líkur til að tekið verði til í Seðlabankanum og fleiri stöðum, kannski bönkunum líka, hver veit. VG eru að leggja fram frumvarp um frystingu á fé auðmanna sem settu okkur á kúpuna, gott mál ....ef það stenst!
Jóhanna hefur sýnt og sannað að hún lætur verkin tala, hún er ekki bara orðaflóð eins og pólitíkusum er svo lagið. Líst bara vel á að hún stýri fleyinu um stund.

Svo hefst kosningabaráttan strax á morgun með öllu skruminu sem því fylgir. Það verður úr vöndu að ráða hvað á að kjósa. Sjálfstæðismenn eiga of stóran þátt í þjóðarþrotinu til að fá mitt umboð svo mikið er víst. Nú þarf að grandskoða stefnur flokkanna og fólkið sem stendur að þeim. Einhver hlýtur að vera skárri en annar.

Engin ummæli: