þriðjudagur, janúar 20, 2009

Lögfræðingurinn Obama...

...er ekki öfundsverður. Hann tekur við arfaslöku búi af fyrirrennara sínum Bush. Ekki nóg með að endalaus óleyst vandamál, og ill leysanleg, blasi við vegna herskárrar valdatíðar Bush, heldur er efnahagur landsins í rústum eftir endalaust stríðsbröltið í honum. Og svo sem ekki bara efnahagur bandaríkjanna, heldur alls heimsins. Það er með öllu óskiljanlegt hvernig svona maður, jafn illa gefinn og óheppinn, skuli í fyrsta lagi, hafa komist til valda, og í öðru lagi, ríkja í tvö kjörtímabil.

En svona er veröldin uppfull af óskiljanlegum hlutum. Vonandi tekst Obama að koma málum í horf aftur, það hefur gríðarleg áhrif út um allan heim hvernig honum tekst til - líka hér.
Ég sjálfur, fagna þessum forsetaskiptum í Bandaríkjunum.

Engin ummæli: