Með fjölmenni, vina og ættingja. Við héldum upp á tvítugsafmæli yngstu dótturinnar í gær en hún varð tvítug á fimmtudaginn. Margir heimsóttu hana í tilefni dagsins. Þetta var matarboð sem stóð frá klukkan fimm og fram yfir miðnætti. Það var gaman að því hvað fólk var ekkert að stressa sig, enda er svoleiðis bannað hér við ána. Hrund fór svo í höfuðborgina eftir miðnættið með vinkonu sinni. Vil nota tækifærið og þakka öllum sem kíktu við og heiðruðu dótturina á þessum degi.
Núna sitjum við Erlan með kaffi og lesum blöðin á þessum fallega sunnudagsmorgni. Það er svolítið hvasst úti og hiti um frostmark, Kári gnauðar á gluggunum og vinkona okkar Ölfusáin er svolítið hryssingsleg, það frussar á henni eins og hún sé hálf geðvond. Kannski ekki nema von, búin að búa við vorveður svo lengi.
Morguninn gefur fyrirheit um góðan dag.
Njótið hans vinir
1 ummæli:
En skemmtileg færsla - já þetta var æðislegur dagur! Bæði laugardagurinn og afmælisdagurinn sjálfur:) takk fyrir allt sem þið mamma gerðuð til að gera báða dagana enn betri, ég elska ykkur SVO mikið!
-Hrund
Skrifa ummæli