sunnudagur, janúar 18, 2009

Lærdómur

Dagurinn hefur farið framhjá bjartur og góður. Eftir notalegan morgunn við blaðalestur og kaffi fórum við Erlan í göngutúr upp með á. Umhverfið var fallegt eins og venjulega, jafnvel fallegra. Sólin skein og glampaði svo fallega í ánni. Það var gott að fá ferskt loft í lungun, hressti heilasellurnar. Annars hefur síðdegið helgast af lestri og tölvuvinnu fyrir morgundaginn. Málstofa í auðlindarétti í fyrramálið, áhugavert fag um ferli hugmyndar að framkvæmd í íslensku lagaumhverfi. Annars fer skólinn vel af stað. Ein vika liðin og ég er búinn að fara í tíma í öllum fögum annarinnar. Líst vel á þau öll og veturinn leggst vel í mig. Það verður nóg að gera eins og endranær.

Vonandi verður botninum náð hjá okkur í efnahagslífinu í vetur og ég vona líka að bjartsýni og von fæðist með þjóðinni með hækkandi sól. Ég verð samt að taka undir að ástandið er ekki gott. Það hlýtur samt að fara batnandi fyrst svona margir skvetta málningu á opinberar byggingar. Svona lítur nú hver sínum augum á vandann.

Vikan verður fljót framhjá og það er stutt í næstu helgi

Njótið daganna

Engin ummæli: