föstudagur, júlí 10, 2009

Labb

Við erum að tygja okkur af stað í Föðurland. Vinnuhelgi, þar sem verður málað og smíðað. Á morgun á svo að leggja í fjallaferð. Þríhyrningur verður klifinn. Hann er alltaf "fjallið okkar" einhvernveginn, þótt við eigum ekki meira í honum en aðrir. Það er formið og nándin sem við höfum eignað okkur.
Brottför er árla morguns til að hafa síðdegið til afslöppunar í sólinni sem er spáð um helgina. það spáir bongóbongó blíðu.
Njótið daganna vinir.....

Engin ummæli: