Jólunum pakkað ofan í kassa. Það verður alltaf hálftómlegt þegar öllu jóladótinu er komið í geymsluna aftur. Samt er líka alltaf gott þegar þetta er búið og nýja árið heldur af stað með hversdagsleikann sinn og dagarnir fljóta framhjá eins og áin hér fyrir neðan. Veit ekki hvort þeirra fer hraðar. Áin er tímalaus, hefur haldið þessari ferð sinni áfram í árþúsundir. Löngu áður en nokkur maður hafði stigið fæti sínum hér á landi. Dagarnir enn tímalausari. Það er bara hjá okkur mannfólkinu sem tíminn er til og skiptir máli.
Árið byrjar allavega fallega og ekki er kuldanum fyrir að fara lengur. Hiti eins og í maí. Skólinn byrjar eftir helgina, væntanlega með látum. Síðasta ár námsins að hefjast.
Er strax farinn að hlakka til vorsins það er besti tími ársins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli