laugardagur, janúar 01, 2011

Hvað boðar nýárs....

blessuð sól, eða dagrenning? Enn einn hringurinn á byrjunarreit og enn eitt óskrifaða blaðið rétt upp í hendur manns. Stærsta óskin mín er að næstu áramót verði jafnmikið þakkarefni og þessi. Ef okkur auðnast að skrifa söguna okkar án stóráfalla, ef hún verður slysalaus, sjúkdómalaus og allir verða hamingjusamir þá erum við á réttri leið. Hamingjan er að hlakka til næsta dags sagði stórskáldið Halldór Laxness. Það er auðvelt að taka undir það. Hver nýr dagur með hversdaginn innanborðs er sumum ævintýr en öðrum víti.
Ég vona að árið gefi okkur hvern einasta dag tilefni til að brosa við tilverunni og hlakka til næsta dags, þá verð ég kátur.

Með þakklæti kveð ég gamla árið og þakka ykkur lesendum síðunnar fyrir samfylgdina á árinu og bið ykkur Guðs blessunar á nýju ári.

Engin ummæli: