Það hlaut að koma að því að ég fengi fisk sem færi vel upp á vegg hjá okkur. Ég fór til veiða um helgina og fékk einn "nokkuð góðan". Hann verður settur í uppstoppun og fær þannig framhaldslíf á stofuveggnum hjá okkur. Ég tók ákvörðun um að gefa ekki upp hvar hann fékkst því það myndi þýða allt of mikinn ágang á viðkvæman staðinn sem hann veiddist, hann er jafnflottur þó veiðistaðurinn sé ekki gefinn upp.
Ég tók auðvitað myndir af kallinum og læt hér þrjár fylgja með til sönnunar. Það er hægt að klikkja á myndirnar til að stækka þær.
Stærðin á honum sést vel miðað við innréttinguna. Hann er 80 cm. langur og yfir 50 cm. í ummál.
Stór og mikill bolti, það er gaman að ná svona tröllköllum, tók mig um korter að ná honum.
Þetta er grobbmynd. Ég var hræddastur um að ég dytti út í og hann gleypti mig í einum bita...;-) Það verður gaman að fá hann úr uppstoppun og finna honum stað hjá okkur.
Já veiðin er aldeilis stórskemmtileg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli