Ef ég hætti nú þessum fíflaskap og sný mér að alvörumálum þá tékkaði ég á töskuvigtinni sem notuð var til að vigta kvikindið eftir áeggjan nokkurra veiðifélaga sem töldu fiskinn stærri en hann mældist og viti menn... vigtinni skeikaði um 5% sem þýðir að rétt þyngd er 17 pund eða ef ég á að vera nákvæmur 16.8 pund en það námundast upp í 17 og kannski 18 þegar fram líða stundir... eða 20.
Þessi veiðisaga verður orðin fróðleg... og skemmtileg í framtíðinni ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli