laugardagur, október 06, 2012

Svo fæ ég vexti... og vaxtavexti...

...og vexti líka af þeim....! Góðar veiðisögur eiga ekki að gjalda sannleikans. það ótrúlega hefur gerst, fiskurinn flotti sem ég fékk um daginn hefur stækkað úr 16 pundum í 17 pund, enda orðið nokkuð síðan ég náði honum. Það hefur líka lengst milli augnanna á honum held ég og það sem tók mig korter (að ná honum) er að nálgast hálftíma.

Ef ég hætti nú þessum fíflaskap og sný mér að alvörumálum þá tékkaði ég á töskuvigtinni sem notuð var til að vigta kvikindið eftir áeggjan nokkurra veiðifélaga sem töldu fiskinn stærri en hann mældist og viti menn... vigtinni skeikaði um 5% sem þýðir að rétt þyngd er 17 pund eða ef ég á að vera nákvæmur 16.8 pund en það námundast upp í 17 og kannski 18 þegar fram líða stundir... eða 20.
Þessi veiðisaga verður orðin fróðleg... og skemmtileg í framtíðinni ;-)

Engin ummæli: