... dagur ársins 2012. Það er líklega merki um himinháan aldur að muna þá tíð þegar árið 2000 var óralangt inni í framtíðinni og maður sá fyrir sér fljúgandi straumlínulagaða bíla og manninn ferðast út í geim eins og ekkert væri. Veruleikinn, þetta naglfasta umhverfi sem við búum í, er samt alltaf einhvernveginn eins í öllum grundvallaratriðum. Maðurinn þarf að næra sig, klæða, fata sig, og eiga sér skjól yfir höfuðið, alveg eins og forðum. Það sem hefur breyst einna mest fyrir utan tæknina eru viðhorf okkar. Ég held að við séum miklu sjálfhverfari og í raun verr að okkur í mannlegum grundvallarsamskiptum en við vorum áður fyrr.
Samkennd hefur minnkað og það er kuldalegt að sjá að mun fleiri en nokkru sinni áður eiga ekki fyrir mat á diskinn sinn. Samt hefur framlegð þjóðarinnar margfaldast og miklu meiri fjármunir eru til skiptanna en áður var.
Misskiptingin er of mikil, þó nokkur fjöldi fólks hefur þúsund sinnum meira en nóg, meðan aðrir hafa miklu minna en ekkert. Þetta er þróun sem illu heilli er ennþá á hraðferð að "göfugu" markmiði sínu, að gera þá ríku ríkari og fátæku fátækari.
Ósanngjarnt eða óeðlilegt? Já sannarlega hvorttveggja, en þannig vinnur þessi grjótmunlingsvél sem í helgri bók er kallaður mammon og við köllum auðvald eða bara fjármagnseigendur í dag.
Það versta af öllu er að þrátt fyrir hrun hagkerfis okkar virðist ekki ætla að verða nein uppstokkun á þessum spilastokk og ég veit ekki hvort það er hægt að breyta þessu því hin ósýnilegu öfl eða lögmál fjármagnsins eru að verki. Kerfið "heldur með" þeim sem eiga peningana og stendur vörð um hagsmuni þeirra eins og grimmur hundur framar hagsmunum þess hóps sem nærir þá, sem eru auðvitað skuldarar, því það er sannarlega úr þeirra buddu sem fjármagnið mokast á þessar of fáu hendur.
Pólitísk öfl sem kenna sig við sósíalisma hafa verið við völd undanfarin ár og hafa sannað öðru fremur að peningavaldið er draugur sem auðvelt er að vingast við og erfitt að kveða niður.
Vonandi tekst samt að gera þessa þjóð að því sem hún ætti að vera, gæðin eru yfirfljótanleg og fátækt ætti að vera óþekkt fyrirbæri hér.
Það er kannski við hæfi í lok árs að hver skoði sjálfan sig og spegli sig aðeins í dæmisögunni um miskunnsama samverjann. Sú speglun er öllum holl og gott að gera sér grein fyrir hvar maður stendur varðandi manngæsku og hugmynd um líðan annarra.
Það verður að minnsta kosti áramótaákvörðun mín að gefa meiri gaum að þeim sem eiga ekki í sig og á og skortir lífsins nauðsynjar. Ég hvet þig til að gera slíkt hið sama.
Njótið daganna.
sunnudagur, desember 30, 2012
sunnudagur, desember 23, 2012
Þorlákur enn og aftur
Jólin eru að detta inn um dyrnar þó nýliðin séu þau síðustu. Ég veit ekki hvernig þetta gat gerst að jólin komi orðið með svona stuttu millibili. Ég man þann tíma þegar ár var langur tími og meira að segja þegar desember var álíka langur og árið er núna. Ég held að klukkurnar hafi viðhaft hagstæðari tímatalningu í þá daga, allavega væri ég til í að þessi hringekja hægði aðeins á sér aftur.
Þar fyrir utan var oftast kominn vetur þegar jólin gengu í garð. Nú hefur varla dottið niður snjókorn og samt að koma áramót og þannig hefur það verið undanfarna vetur.
Tímarnir breytast það er alveg klárt, ekki bara tæknin og allur sá pakkinn, sem er auðvitað þvílíkt ólíkindadæmi að maður hefði ekki haft ímyndunarafl til að sjá helminginn af því sem er talið til nauðsynja í dag enda var nútíminn vísindaskáldskapur fyrir ekki svo mörgum árum, heldur breytumst við mennirnir með og samsömum okkur við nýjan raunveruleika eftir því hann breytist í takti við nútímann.
Við höldum samt jólin ennþá, flest allavega. Trúin sem við Íslendingar kennum okkur við sem fæddist með komu frelsarans hingað á jörð á undir högg að sækja sem aldrei fyrr. Hópar sem leggja allan sinn metnað og kraft í að rakka niður trúna og þann sess sem hún skipar í þjóðarsálinni nugga eins og dropinn sem holar steininn á því að trúin sé gamaldags hindurvitni sem ekkert erindi eigi við nútímamanninn.
Sagan af frelsara fæddum sem var lagður á lægri stall en flest mannanna börn en um leið þetta stóra nafn sem jarðarbúar flestir miða tímatal sitt við er svo stórkostleg að fámennur hópur trúleysingja mun aldrei skaða hana öðruvísi en mögulega að rispa örlítið sem grær jafnharðan. Til þess eru ræturnar of djúpar í þjóðarsálinni enda kristin kirkja stjórnarskrárvarin og trúfrelsið einnig.
Sagan mun lifa. Lífsbaráttan og trúin liggja samfléttuð í menningu okkar og mynda órjúfanlega keðju sem verður ekki aðskilin.
Ég fagna komu jólanna og sérstaklega boðskapnum sem þau færa. Krepputími eins og svo margir lifa núna verður bærari ef trúin fær að fljóta með og boðskapur jólanna, "sjá yður er í dag frelsari fæddur" á brýnt erindi inn á heimilin sem aldrei fyrr. Friður jólanna er ekki hindurvitni heldur sálarlegt athvarf sem svo marga vantar í dag í friðvana heimi.
Trúlausir jafnt sem trúaðir geta verið sammála um að friður er eftirsóknarverður. Friður í sálinni virðist vera hverfandi gæði, sem er athyglisvert á tímum trúleysis og ætti að vera þenkjandi trúleysingjum ástæða umhugsunar hversvegna aukið trúleysi færir ekki meiri frið og fögnuð inn í sálartetur fólks.
Allt um það vona ég að sem flestir eigi gleðileg og góð friðarjól framundan - og auðvitað líka þeir sem halda jólin án trúar, þó það sé mér alltaf umhugsunarefni hvað þeir eru að halda upp á.
Þar fyrir utan var oftast kominn vetur þegar jólin gengu í garð. Nú hefur varla dottið niður snjókorn og samt að koma áramót og þannig hefur það verið undanfarna vetur.
Tímarnir breytast það er alveg klárt, ekki bara tæknin og allur sá pakkinn, sem er auðvitað þvílíkt ólíkindadæmi að maður hefði ekki haft ímyndunarafl til að sjá helminginn af því sem er talið til nauðsynja í dag enda var nútíminn vísindaskáldskapur fyrir ekki svo mörgum árum, heldur breytumst við mennirnir með og samsömum okkur við nýjan raunveruleika eftir því hann breytist í takti við nútímann.
Við höldum samt jólin ennþá, flest allavega. Trúin sem við Íslendingar kennum okkur við sem fæddist með komu frelsarans hingað á jörð á undir högg að sækja sem aldrei fyrr. Hópar sem leggja allan sinn metnað og kraft í að rakka niður trúna og þann sess sem hún skipar í þjóðarsálinni nugga eins og dropinn sem holar steininn á því að trúin sé gamaldags hindurvitni sem ekkert erindi eigi við nútímamanninn.
Sagan af frelsara fæddum sem var lagður á lægri stall en flest mannanna börn en um leið þetta stóra nafn sem jarðarbúar flestir miða tímatal sitt við er svo stórkostleg að fámennur hópur trúleysingja mun aldrei skaða hana öðruvísi en mögulega að rispa örlítið sem grær jafnharðan. Til þess eru ræturnar of djúpar í þjóðarsálinni enda kristin kirkja stjórnarskrárvarin og trúfrelsið einnig.
Sagan mun lifa. Lífsbaráttan og trúin liggja samfléttuð í menningu okkar og mynda órjúfanlega keðju sem verður ekki aðskilin.
Ég fagna komu jólanna og sérstaklega boðskapnum sem þau færa. Krepputími eins og svo margir lifa núna verður bærari ef trúin fær að fljóta með og boðskapur jólanna, "sjá yður er í dag frelsari fæddur" á brýnt erindi inn á heimilin sem aldrei fyrr. Friður jólanna er ekki hindurvitni heldur sálarlegt athvarf sem svo marga vantar í dag í friðvana heimi.
Trúlausir jafnt sem trúaðir geta verið sammála um að friður er eftirsóknarverður. Friður í sálinni virðist vera hverfandi gæði, sem er athyglisvert á tímum trúleysis og ætti að vera þenkjandi trúleysingjum ástæða umhugsunar hversvegna aukið trúleysi færir ekki meiri frið og fögnuð inn í sálartetur fólks.
Allt um það vona ég að sem flestir eigi gleðileg og góð friðarjól framundan - og auðvitað líka þeir sem halda jólin án trúar, þó það sé mér alltaf umhugsunarefni hvað þeir eru að halda upp á.
þriðjudagur, desember 18, 2012
Aðventan að þessu sinni
Fastur í vinnu við skrifborðið mittt er hlutskiptið undanfarið sem sést best á gífurlegri atorkusemi í bloggskrifum. Það þýðir samt ekki að ég fái ekki stund milli stríða eins og sagt er. Kaffibollinn minn er t.d. óspart brúkaður mörgum sinnum á dag og límsófinn er athvarf sem við Erlan notum oft á dag. Það er félagsleg afslöppun að standa upp, láta renna í bollana og hugsa um annað en vinnu.
Jólin eru að nálgast og Erlan þetta jólabarn er við það að hrökkva í jólagírinn sinn. Það gerist reyndar óvenju seint þetta árið en skrifast á búðirnar og vinnuálagið sem því fylgir að standa í verslunarrekstri á krepputíma.
Það virðist sem áhrif kreppunnar séu að harðna hjá venjulegu fólki, allavega heyrum við mun meira núna um fólk sem á í vandræðum og sumir sem ekki hafa í sig og á. Það er dapurlegt að heyra af slíku, sérstaklega svona á aðventunni þegar fólk ætti að vera að undirbúa gleðileg jól og hafa það huggulegt við kertaljós, súkkulaði og rjóma.
Jólin koma svo mikið er víst, þau verða vonandi flestum gleðileg og góð þó ég viti vel að það er ekki þannig hjá öllum. Vonandi verður samt enginn svangur, það er of dapurt til að líðast.
Ég hlakka til þó ekki væri annað en að fylgjast með Erlunni og fólkinu mínu sem flest eru jólabörn út í eitt.
Hvað mig varðar þá vil ég jólafriðinn, dautt svín og grjónagraut á borðið mitt og ég er fínn.
Jólin eru að nálgast og Erlan þetta jólabarn er við það að hrökkva í jólagírinn sinn. Það gerist reyndar óvenju seint þetta árið en skrifast á búðirnar og vinnuálagið sem því fylgir að standa í verslunarrekstri á krepputíma.
Það virðist sem áhrif kreppunnar séu að harðna hjá venjulegu fólki, allavega heyrum við mun meira núna um fólk sem á í vandræðum og sumir sem ekki hafa í sig og á. Það er dapurlegt að heyra af slíku, sérstaklega svona á aðventunni þegar fólk ætti að vera að undirbúa gleðileg jól og hafa það huggulegt við kertaljós, súkkulaði og rjóma.
Jólin koma svo mikið er víst, þau verða vonandi flestum gleðileg og góð þó ég viti vel að það er ekki þannig hjá öllum. Vonandi verður samt enginn svangur, það er of dapurt til að líðast.
Ég hlakka til þó ekki væri annað en að fylgjast með Erlunni og fólkinu mínu sem flest eru jólabörn út í eitt.
Hvað mig varðar þá vil ég jólafriðinn, dautt svín og grjónagraut á borðið mitt og ég er fínn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)