föstudagur, október 15, 2004

Fjarlægðin gerir fjöllin blá...

og minningarnar líka. Mér finnst einhvernveginn að allt hafi verið svo gott og auðvelt í æskunni. Alltaf gott veður, alltaf gaman. Sumrin alveg einstök, hlý og skemmtileg. Veturnir alltaf sólríkir og fallegir. Vorin alveg einstök og haustin full af lífi og fjöri. Ég veit ekki hvort þetta er svona hjá öllum eða hvort ég átti bara svona einstaklega góða æsku.
Nóbelskáldið orðar þetta skemmtilega:
Í þann tíð voru sumurin laung á Íslandi. Á mornana og kvöldin voru túnin svo græn að þau voru rauð og á daginn var víðáttan svo blá að hún var græn.“
(Paradísarheimt, 1. kafli).

Þetta bendir nú til að hann hafi ekki haft svo ólíka upplifun og ég af æskunni. Hvað sem því líður þá er gott að eiga góðar minningar og hollt að minna sig á hverjir það eru sem skapa æskuminningarnar ;-)

Ertu sammála skáldinu?

Góða helgi

3 ummæli:

Eygló sagði...

Jah ég á allavega hrúgu skemmtilegar æskuminningar.. Man ekki eftir neinu leiðinlegu, ekki í fljótu bragði allavega.. Maður var úti allt sumarið að leika sér og hafa gaman, fara í spæjaraleik og stórfiskaleik og fullt frábært bara.... Mín æska var stórskemmtileg og ég á MARGAR góðar minningar, að ég fari nú ekki að tala um jeppa/veiði/fjallaferðirnar :) :) :) Snilld.is! Takk fyrir mig. Þín alveg að batna held ég Eygló

Nafnlaus sagði...

ALVEG sammála henni Eylgó. Ég held að það sé erfitt að toppa okkar æsku. Hún var alveg æðisleg. Ætla að gera mitt besta til að mín börn muni eftir sinni æsku og hugsi sem svo að það hafi allt verið fullkomið þá.
kv. Íris

Nafnlaus sagði...

.......Eigum við að fara á fjöll, í gömlu slitnu fjallafari, fyrir sig nú hver einn svari......Jú ég átti sko alveg æðislega æsku og ég tek undir með henni Írisi að svona vil ég að börnin mín hugsi þegar þau "eldast" að æska þeirra verði svipuð og mín. Allavega góð;);) Bið að heilsa bestu mömmu í heimi;);) Þín næstyngsta dóttir Arna