Afhverju ætli það sé þannig að svo mörgum finnist svona erfitt að heyra sannleikann? Sérstaklega um sjálfa sig eða það sem stendur þeim nærri á einhvern hátt, t.d. frammistöðu, útlit, trú - orð og æði.
Er sannleikurinn alltaf sagna bestur? Maður spyr sig. Hitt orðtækið að "oft má satt kyrrt liggja", er líka heilmikil speki.
Jesús sagði meðal annars "Ég er sannleikurinn..." Þá hlýtur sannleikurinn að vera ein stærst dyggða.....hvernig sem hann lítur út. Það er hinsvegar reynsla margra (Jesú sjálfur glöggt dæmi) sem segja sannleikann að það er ekki endilega leiðin til vinsælda.
Skilgreining Aristótelesar á sannleikanum:
"Það er ósatt að segja um það sem er, að það sé ekki
og um það sem er ekki, að það sé.
Það er satt að segja um það sem er, að það sé
og um það sem er ekki, að það sé ekki"
Ótrúlega einfalt..., en líklega þetta sem Jesú meinti. T.d. þegar hann talaði til faríseanna, eða þegar hann sagði: Sá yðar sem syndlaus er...og enginn laug! Margir sem ættu að hugsa þetta aðeins.
Eigið góðan dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli