mánudagur, júní 06, 2005

Þórisvatn

Maður verður að standa við orð sín. Eins og ég sagði ykkur um daginn þá gaf ég Erlu minni loforð um að veiða ekki minna á þessu ári en í fyrra. Lærði það strax á bernskuárunum að standa við það sem ég segi.
Ég ásamt Hlyn bróður mínum og Heiðari frænda mínum vorum að koma úr Þórisvatni eftir velheppnaða veiðiferð.
Veiðin þar var eins og oftast áður, mjög góð. Við bræðurnir fengum sitt hvora fimmtíu fiskana. Á eftir að fá fjöldann hjá Heiðari, veit ekki alveg en hann vildi ekki telja....! verð þó að segja honum til hróss að hann er góður nemandi og hefur mikið lært.
Þórisvatns silungurinn er besti matfiskur sem þetta land elur, um það eru allir sammála sem bragðað hafa, hann er í sérflokki.
Varð að orði þarna uppi á fjöllum að það getur tæpast verið til nokkuð það land sem er betra eða meira að gæðum en landið okkar Ísland, allavega hvað náttúru varðar. Íslenska hálendið, jafn svart og gróðursnautt sem það er, ber með sér töfra sem heilla meira en fegurstu skrúðgarðar.
Kannski má samt segja að þetta hafi verið fullgeist farið af stað í veiðinni. Maður verður jú að eiga afgangskvóta þegar líður á sumarið.

Nú styttist í Danmörku. Á miðvikudaginn leggjum við land (loft) undir fót og heimsækjum frændur okkar Danina. Með okkur fara Heiðar og Sigrún og yngri drengirnir þeirra.
Það má því segja að lífið sé leikur þessa dagana.
Saltfiskurinn tekur samt örugglega við fyrr en seinna. Því lífið snýst um hvort tveggja að sá og uppskera.
Vandinn sem margur slæst við er nefnilega að njóta hvort tveggja, sáningatímans líka.

Gott var að koma heim, líkt og fyrri daginn. Þrjú stykki enduðu á grillinu með hvítlauk og ýmsum kryddblöndum, mmmmmm.

Njótið vikunnar framundan.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Duglegur strákur að veiða allan þennan fisk. En mikið varstu nú velkominn heim. Við söknuðum þín verulega, ég og stelpurnar þínar. Hlakka til Danmerkurdvalar með þér, fæ að hafa þig útaf fyrir mig í 3 vikur...gaman

Íris sagði...

Ekkert smá flott að fá allan þennan fisk!! Og ekki hefur verið leiðinlegt að veiða hann og ekki heldur að borða hann. Fæ alveg vatn í munninn að hugsa um hann!!
Eigið svo rossalega gott frí og njótið þess!!

Nafnlaus sagði...

MMMmmmmmm þessi silungur er bestur í heiminum :) hrikalega góður svona hvítlauksgrillaður á grillinu.. Það er ekki hægt að vera hógvær þegar kemur að þessum mar, bragðlaukarnir einfaldlega kalla á meira.. Slúrp... Flott hjá þér að veiða svona mikið... Þín dóttir Eygló

Heidar sagði...

28 stk. komu úr Þórisvatni á mína stöng. Aldeilis frábær ferð í frábærum félagsskap og umhverfi. Ég held að bakterían sé að taka sér bólfestu, því ég gæti hugsað mér að fara í aðra ferð strax á morgun. Það væri þó ekki kvóti fyrir annarri, því bíður ferðin til næsta sumars (ég veit hvaða stað við vatnið ég vel mér þá).

Erling.... sagði...

Gott hjá þér Heiðar! Það saxast á.
Munurinn var meiri í fyrra.

Íris sagði...

Hahh!! Nr. 4884 ;)
Varð bara að kommenta til að sýna að ég kíki reglulega þó ég viti að þú sért úti. Lifi í voninni um að þið komist eitthvað smá á netið til að láta vita af ykkur en það er svo sem ekki of langt þangað til þið komið heim. Vonandi hafið þið haft það rosa gott ;)