þriðjudagur, janúar 31, 2006

Vinsamleg tilmæli:

Ég veit, er ég dey, svo verði ég grátinn,
þar verðurðu eflaust til taks.
En ætlirðu blómsveig að leggja á mig látinn
þá - láttu mig fá hann strax.

Og mig, eins og aðra, sem afbragðsmenn deyja,
í annála skrásetur þú;
og hrós um mig ætlarðu sjálfsagt að segja
en - segðu það heldur nú.

Og vilji menn þökk, mínum verðleikum sýna,
þá verður það eflaust þú,
sem sjóð lætur stofna í minningu mína
en - mér kæmi hann betur nú.

Og mannúðarduluna þekki ég þína,
sem þenurðu dánum í hag.
en ætlirðu að breiða yfir brestina mína,
þá - breiddu yfir þá í dag

Ég veit ekki hver er höfundur þessa texta, hann var settur fram nafnlaust. Mér fannst bara svo góður boðskapur í þessu að ég ákvað að gefa þessu pláss hér á síðunni minni.
Ég held að flestir sjái aðeins sjálfa sig í þessu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

FLOTT LJÓÐ!!

mikið rétt maður.. það er sko miklu betra að vera góður við fólk meðan það lifir, því það veit hvort sem er ekki af því þegar það er farið!

vávává! þetta er alveg frábært
love you ENDALAUST

sú yngsta;)

Karlott sagði...

Það ætti að kenna börnum þetta í skólanum....

Annars, afbragðs ljóð! Matarmikið!

Flottur boðskapur!

Nafnlaus sagði...

Vinsamleg tilmæli Ljóð
Höfundur
Bjarni Lyngholt 1893-1929