miðvikudagur, september 06, 2006

Er maður orðinn kjelling!


Þegar ég var 23ja ára eignuðumst við kött. Stelpurnar sem þá voru litlar héldu að hann væri leikfang og toguðu hann milli sín svo hann kviðslitnaði.
Í framhaldi þurfti að svæfa hann. Svefninn langi var framkvæmdur með byssu í minni eigu. Ekki minnist ég þess að það hafi verið svo erfitt.

Í dag fór ég með köttinn okkar Skvísu á fund feðranna. Hún var svæfð með sprautu.
Kannski gera árin mann svona veikgeðja en mér fannst þetta langtum leiðinlegra verk nú en forðum og þó framkvæmdi ég það sjálfur þá.

Hún ber beinin í Föðurlandi í Fljótshlíð. Fékk þar tilhlýðilega jarðarför í dag.

3 ummæli:

Íris sagði...

Æi, þetta er auðvitað erfitt þegar dýrið er búið að vera hjá manni og orðið bara eins og einn fjölskyldumeðlimurinn!
En gott að hún hvílir á Föðurlandinu!

Nafnlaus sagði...

-Einmitt, ég hef tekið eftir þessu að maður verður meiri kjelling með aldrinum:)
-Svo velkomin í hópinn kjelli mín:)

(-En erum við ekki bara eldri og VITRARI)

Heidar sagði...

Já!!!!