mánudagur, september 18, 2006

Minnkaði kvótann um eina…..!


Ég keyrði á rjúpnahóp. Ein þeirra drapst og önnur flaug lemstruð í burtu, restin flaug í burtu með gassagangi, sýnilega brugðið.
Ég tók þá dánu um borð í bílinn, hún var flekkótt eins og myndin, við það að fara í vetrarbúning. Veit ekki alveg hvort ég á að elda hana eins og hverja aðra rjúpu eða henda henni.
Þær eru góðar á bragðið. Vil samt heldur skjóta dýrin sem ég elda. Bílslys er einhvernveginn ekki alveg að gera sig ofan í pottinn minn. Svo var smellfluga á henni sem flaug á mig þegar ég opnaði pokann. Ég sprautaði flugueitri ofaní pokann og batt fyrir. Þær eru ógeðslegar þessar smellflugur, þær festa sig á mann einhvernveginn og varla hægt að ná þeim af.
Held ég hendi henni bara....! Hvort sem er orðin eitruð.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Erling minn, ég tók af þér ómakið og henti henni. Það er betra að borða það sem þú sjálfur veiðir :o)
Elska þig. Krúttlan

Heidar sagði...

.... og maðkétnar geddur og abborrar, þeim er líka hent. :)