Ég smellti nokkrum myndum í gærkvöld þegar ég renndi hér inn í bæinn austanfrá. Birtuskilyrðin voru svo mögnuð að ég varð að stoppa bara til að njóta málverksins alls.
Það getur verið svo magnað hvernig ljós og skuggar leika listir sínar á himninum þegar veðrabrigðin hanga í loftinu og sólin og rigningin heyja einvígi
Í dagrenningu í morgun fór ég aftur austur úr bænum og þá blasti við ný mynd
Þessi er tekin í austur á leið út úr bænum.
áðan á kvöldgöngunni upp með á.
Náttúran er ótrúleg, alveg mögnuð verð ég að segja
Njótið lífsins vinir.....
2 ummæli:
Flottar myndir. Ísland er BEST.
Þetta eru glæsilegar myndir, ekki hissa á því að þú hafir staldrað við.
Skrifa ummæli