Hér gekk yfir aftakaveður í nótt. Svo hvasst að ána skóf eins og snjó. Ein tertan sem geymd var á pallinum tók sig á loft og splundraðist í frumeindir sínar. Ljónin mín duttu af stalli og brotnuðu - arrgh. Ég var ekki ánægður með sjálfan mig því elskuleg konan mín spurði manninn sinn í gærkvöld hvort ekki væri öruggara að taka þau inn. Ég lifti fingri af stakri snilld til að kanna veðurstöðuna og tók síðan þá frómu ákvörðun að þau væru í skjóli. Sem var rétt, en hann blæs ekki endilega af sömu átt yfir heila nótt hér á klakanum.
Fúll út í sjálfan mig týndi ég saman ljónabrotin í morgun ákveðinn í að þau skulu viðgerð en ekki hent.
Núna er eins og áin renni upp í mót því öldugangurinn er eins og hafsjór upp í móti straumnum.
Húsið við ána stóð veðrið vel af sér eins og við var að búast. Hér inni er hlýtt og notalegt í öruggu skjóli.
Annars er allt fínt héðan. Arna gisti hér með litlu stelpukrútttin sín. Við eigum von á gestum í dag til að halda upp á afmæli Þóreyjar Erlu, en hún verður eins árs 17. október. Til hamingju með það litla gull.
Hún er mikill gleðigjafi inn í líf okkar eins og allar hinar stelpurnar líka.
Við ætlum að njóta samverunnar hér, enda er maður manns gaman eins og stendur.....!
3 ummæli:
-Æ leiðinlegt með ljónin.
Ég hef gert við svona styttur, að vísu innistyttur. Límdi fyrst, sparslaði svo og að endingu málaði ég styttuna með einum lit og burstaði svo bronsi yfir.
-Eins og ný:)
-Til hamingju með afmæli Þóreyjar Erlu.
-Og fegin er ég að ég frestaði austurferð í gær eftir að ég heyrði veðurspána,
-Brrrrrr.
-Ekkert fyrir skræfu eins og mig.
Sys
Já það var ekkert smá veður. Það var bara allt fokið út í veður og vind. En gott að þú getur lagað ljónin. Þau eru nefnilega svo tignó þarna fyrir ofan pallinn. Arnan þín:)
Ég var í sumarbústað í Grímsnesinu og varð vör við hamaganginn. Meira að segja varð rafmagnslaust hjá okkur á laugardagsmorgun. En við, eins og þið, vorum í hlýju og notalegheitum í öruggu skjóli. Til hamingju með yngsta yndigullið.
Skrifa ummæli