....til að feykja 90 kílóum með blæstrinum einum saman. Kára tókst það næstum. Ég fór í sveitina í gær vegna hvassviðris sem ég átti von á. Átti eftir að setja nokkrar vindstífingar á kofann okkar. Það var ekki ofsögum sagt. Vindurinn var með ólíkindum. Beint að austan og skall á hliðinni á kofanum. Lætin voru svo mikil að asfaltið byrjaði að rifna af þakinu. Auðvitað fór ég upp til að laga þetta og stoppa fokið. Þá kom í ljós hverslags kraftur var að verki. Ég gat með herkjum hangið uppi liggjandi, en var samt við það að fjúka eins og tuska.
Ótrúlegt hvað Kári getur ýtt fast ef sá gállinn er á honum. Ég var að vonum feginn að hafa farið austur þar sem ég gat komið í veg fyrir tjón og gengið tryggilegar frá þessu.
Það er samt skondið hvað mér finnst skemmtilegt þegar náttúran byrstir sig, það er eitthvað svo magnað við það.
7 ummæli:
Vá, það hefur verið hvasst! En gott þú gast komið í veg fyrir að þetta skemmdist!
Verðum svo að fara að kíkja í kotið ykkar ;)
Þín Íris
Já það er alltaf e-ð svo skemmtilegt þegar náttúran lætur til sín taka, svo framalega sem engin slys verða, eins og jarðskjálftarnir 2000, það var MAGNAÐ að upplifa þá! Og þegar við fórum og kíktum þegar Hekla gaus 1990 :) (Var það ekki annars Hekla?) Jæja maður þarf ekki að leita lengi til að finna út hvaðan maður hefur það að hafa gaman af náttúrunni! Hafðu það best, besti pabbi, þín Eygló :)
-Eins og við erum nú lík í mörgu..
-Með sömu hjartaóregluna o. mm. fl.
-Þá elska ég ekki óveður........
-Nema út um gluggan heima hjá mér:)
-Ég er náttúrulega eldri og......
-vitrari???
yoursys
Þú hlýtur að skoða það að hætta á Danska fyrst þú ert orðinn svona fis.
bestu kveðjur
Kiddi Klettur
Nei kemur ekki til greina,ég er að reyna að láta gamlan draum rætast, að geta flogið......sjálfur!
-Jahá-
-flogið sjálfur....:)
-eitthvað minnir þetta mig á unga drengi að blaka afhöggnum grágæsavængjum....
-og jafnvel að hoppa ofan af hænsnakofum með blakandi krossviðsplötur á handleggjunum.
-
Mbkv
sys
Segðu.....!
Það er aldrei of mikið gert af tilraunum og ekki alltaf aðalatriði að þær gangi allar upp. Þessi þarna á þakinu komst sennilega næst því að fljúga.... Beinlínis.
Skrifa ummæli