Ég var fyrir Héraðsdómi í dag. Var þar hvorttveggja sem aðili máls og sem vitni. Málið snerist um skaðabætur vegna byggingar sem ég skrifaði uppá fyrir vini mína fyrir 6 árum síðan. Aðkoma mín að byggingunni var ekki meiri en að rita nafnið mitt á blað. Eitthvað fór úrskeiðis á sínum tíma hjá þeim sem gerði að verkum að hjónin sem húsið keyptu fengu afslátt upp á nærri 4 milljónir króna. Þannig átti málið að vera uppgert. Þessi hjón eru nú að reyna að sækja meiri skaðabætur eða 1.8 milljónir í viðbót. Gangi það eftir fá þau þetta 250 fm hús á rúmar 10 milljónir. Það er von að þau þurfi að sækja sér bætur þar sem þau fá víst ekki nema 100 milljónir fyrir húsið eins og það er. Þetta er VILLA á einum besta útsýnisstað í Reykjavík. Það var gaman að vinna að þessu máli með lögmanni Tryggingamiðstöðvarinnar en við undirbjuggum þetta mál í sameiningu. Það var svo stórfróðlegt að fylgjast með lögmönnunum takast á í réttarsalnum þó ég hafi reyndar séð þetta áður. Þarna kom vel í ljós hversu menn eru misjafnir í þessu starfi og má furðu sæta að sumir geti haldið úti lögfræðiþjónustu.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessu lýkur en ég verð að segja að ef þau tapa ekki þessu máli þá veit ég ekki með íslenska dómskerfið, það á að gæta réttarins í landinu en alls ekki ekki hygla fólki sem hefur svona bilaðan málstað að sækja. Þetta fólk er að mínu áliti illa farið af peningum og frekju.
Það er reyndar mín tilfinning að málið sé unnið, en ... spyrjum að leiks lokum, eins og máltækið segir, það er ekki alltaf gott að vera of sigurviss.
Læt vita þegar niðurstaðan liggur fyrir.
Njótið lífsins vinir.
1 ummæli:
Spennandi!! Hlakka til að lesa dóminn þegar hann kemur út ;)
Trúi því að þetta hafi verið gaman að vinna að þessu með lögfræðingnum.
Skrifa ummæli