...held ég sé rétt. Hamingjan kemur innanfrá. Hún er ekki utanaðkomandi happ sem fellur af himni ofan. Hún byggir ekki á peningum. Fæst ekki keypt og verðmiðinn er innaná. Hún kostar samt vinnu.
Í dag á miðjum aldri blasir þessi mynd við. Væri ekki gott að koma ungdómnum í skilning um þessa einföldu staðreynd.
Ég held að græðgin sem einkennir þjóðfélagið í dag byggi á leit fólks að hamingju. Drifkraftur þeirra sem verja öllum sínum tíma í að verða ríkari í dag en í gær er augljóslega af þeim toga.
Ég þekki nokkur dæmi um menn sem hafa lagt allt sitt í að verða ríkir. Sumum hefur tekist það – en eru ekkert hamingjusamari, bara stressaðri og fjölskyldan veikari.
Reynsla áranna hefur kennt mér að nota tímann vel. Lífið er ófyrirsjáanlegt eins og atvikið með Frikka bróðir Sigrúnar sannar. Einn daginn leikur allt í lyndi, næsti dagur ber með sér áfall sem ekki sér fyrir endann á.
Heilsan er stærsta gjöf sem við eigum. Þegar hún brestur, breytist allt.
Það er nauðsynlegt að taka til í garðinum sínum, rækta heilsuna, fólkið sitt og.... vera hamingjsamur.
3 ummæli:
Hæ pabbi og takk fyrir afmælisbloggið í síðustu færslu :) Ég eelska að eiga afmæli og það leikur enginn vafi á að það fæ ég beinustu leið frá mömmu, og finnst gaman að :) Langaði líka að óska þér og mömmu innilega til hamingju með 29 ára brúðkaupsdaginn ;) Þið eruð ekkert smá flott :) Elska ykkur bæði heila hrúgu :) Þín uppáhalds Eygló.. sjáumst á eftir!
Meinti sko 29 ára brúðkaupsAFMÆLIÐ!!! ;) Eyglóin :)
Innilega til hamingju með 29 árin ;) Við fjölskyldan hlökkum til að hitta þig á eftir ;)
Þín Íris
Skrifa ummæli