Mér áskotnaðist sá heiður að fá að vera viðstaddur sónarmyndatöku yngsta barnabarnsins (finnst næstum eins og hann sé fæddur) og já ég sagði........ “hann”.
Það er sem sagt áttunda undrið að drengur er á leiðinni í mína ört stækkandi fjölskyldu. Það sætir miklum tíðindum því nú eru stúlkurnar orðnar níu í röð sem er orðið með nokkrum ólíkindum.
Það er því með nokkru stolti og eftirvæntingu að ég tilkynni þetta hér. Það má samt ekki skilja svo að drengur sé velkomnari en stúlka, þær hafa allar komið í heiminn elskaðar allan hringinn, heldur verður þetta öðruvísi og nýtt hvernig sem á það er litið.
Eins og ég sagði þá vorum við Erla viðstödd sónarmyndatöku í dag, og með sanni má segja myndatöku því snáðinn var myndaður í þrívídd fram og til baka. Tæknin er ótrúleg og magnað að sjá lítla krílið hreyfa sig og sjúga puttann.
Ég má til að láta fylgja eina mynd hér, svo allir sjái hvað hann er líkur afa sínum fjallmyndarlegur og efnilegur.
Ehaggibara.
5 ummæli:
Já, þetta er alveg ótrúleg tækni og alveg með ólíkindum gaman að sjá þetta svona í þrívídd. Pilturinn sýndi sig vel og hreyfði sig vel fyrir okkur :D Rosa gaman!
Verður bara enn skemmtilegra að sjá hann þegar hann loksins fæðist :D
En ég er sammála þér að stúlka hefði verið jafn velkomin eins og þessi litli snáði er og verður! Aðalmálið er að barnið sé heilbrigt!
Hafðu það sem allra best!
Þín elsta dóttir
Íris
Lítill drengur lítur dagsins ljós
ljúfur, fagur gæða snáði
í Húsinu við ána afinn gaf hrós
brátt kemur hinn langþráði
Ég fylltist lotningu við að sjá drenginn minn svona í gegnum augum tækninnar - ótrúlegt! Fannst smá eins og ég væri að trufla, troðast inná einkasvæðið hans, eeen, þakklætið, auðmýktin, við að sjá litla barnið sitt, fullkomlega skapað..... orð fá þessu ekki lýst!
Já, hann er fallegur - eins og pabbinn ; )
ps. eitthvað grunar mig að ég eigi eitthvað eftir að fá að heyra afana líkja hann við sig enn meir þegar hann verður kominn til okkar.... haha :)
Ji hvað hann er obboslega sætur og lítill og yndislegur. Þetta er alveg mögnuð tækni. Hlakka mikið til að hitta dúlluna. Hafðu það gott pabbi og til hamingju með afastrákinn... Arnan
Vá, til hamingju með að fá strák loksins, það hlaut að gerast einhverntíma !!!
Frábær mynd, ótrúleg tækni :)
kær kveðja
Hafrún Ósk
Já, mér sýnist hann bara alveg eins og afinn. Man bara ekki alveg hvor? hehehehe
Bestu keðjur Kiddi Klettur
Skrifa ummæli