fimmtudagur, apríl 19, 2007

Fraus saman....!

Það var talið boða gott sumar hér áður fyrr á árunum, ef vetur og sumar frysu saman. Það er komið sumar skv. dagatalinu þó hitastigið sé ekki hátt. Það er líka orðið sumarlegt hér í sveitinni. Farfuglarnir eru farnir að kvaka hér hver í kapp við annan. Sérstaklega á næturnar.

Við hæfi er að þakka lesendum síðunnar fyrir veturinn sem hefur verið viðburðaríkur og góður og óska ykkur gleðilegs sumars.

Ég sit nú við skriftir einu sinni enn. Ástæðan er BA ritgerðin mín. Jú henni var lokið, en ég fékk boð um að birta 6 síðna úrdrátt úr henni í blaði sem Lögrétta er að gefa út í tilefni útskriftar laganema þetta árið. Blaðið er gefið út í 2500 eintökum og verður dreift á flestar lögfræðiskrifstofur landsins og ýmsar biðstofur.
Maður má víst grobba í hófi þá sjaldan að tilefni gefst til þess. En þetta er viðurkenning á ritsmíðunum. Það er ekki auðvelt að fá birtar fræðigreinar í lögfræði almennt. Þær þurfa helst að opna nýja sýn eða vinkil á málefni. Það verður því forvitnilegt að sjá viðbrögðin hjá lögmönnum á markaði.

Ætla að nýta tímann núna fram eftir degi við skriftir og síðan ætlum við að skreppa austur á Föðurland og kíkja aðeins á notalegheitin þar.

Njótið daganna, því þeir eru góðir .......

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt sumar elsku pabbi og til hamingju með þennan heiður með BA ritgerðina þína. Ætli þetta sé ekki bara byrjunin á flottum lögfræðiferli???? Ég er ekki í vafa allavega. Hlakka svo til að koma á Föðurlandið með ykkur öllum á eftir:):) Það verður notalegt... Og eitt að lokum... Þú ert FRÁBÆR:)
Arnan þín!!

Íris sagði...

Innilega til hamingju með þetta. Hlakka til að sjá þetta blað og lesa skrifin þín ;) Rosa flottur heiður fyrir þig!!
Vona að þið hafið notið Föðurlandsins!
Þín Íris

Eygló sagði...

Gleðilegt sumar elsku pabbi og takk fyrir veturinn :) OG innilega til hamingju með þennan rosa heiður að fá að birta úr BA ritgerðinni þinni í þessu blaði! Bara glæsilegt og svo sannarlega tilefni til að monta sig!! Sjáumst hress, þín Eygló

Íris sagði...

Já, stundum framkvæmdir maður áður en maður nær að hugsa, ég bara skrifaði það ekki en hugsaði það:
GLEÐILEGT SUMAR!! ;)
Hlakka til að koma í heimsókn næst, törnin hjá mér að klárast í dag :D
Þín Íris