Kosningar afstaðnar og ný stjórn lögð af stað. Ég verð að segja að mér líst illa á þetta samkrull við Ingibjörgu. Hef ekkert meira um það að segja.
Við komum heim á fimmtudagskvöldið úr velheppnaðri danmerkurferð. Eindæma veðurblíða elti okkur, í orðsins fylltu. Við lentum í Kaupmannahöfn í grenjandi úrhellisrigningu sem hafði staðið í nokkra daga. Við tókum bílaleigubíl á flugvellinum og keyrðum til Jótlands. Strax á Fjóni keyrðum við út úr rigningunni og á Jótlandi var komin sól sem hélst þá daga sem við vorum þar. Morguninn sem við lögðum af stað til Kaupmannahafnar aftur var komin rigning og kalsi á Jótlandi. Við keyrðum svo inn í Kaupmannahöfn i glampandi sól og hita, sem hélst þangað til við fórum heim, svo við vorum hundelt af góðu veðri.
Föstudagsmorguninn beið með fullt fangið af verkefnum til að takast á við. Það var bara gott.
Strákarnir höfðu staðið sig vel meðan ég var úti. Ég var ánægður með það. Pólverjar eru prýðisfólk.
Í gær var ég ásamt tveimur Pólverjum inni á uxahryggjaleið að setja upp eldhúsinnréttingu í vinnubúðir fyrir Hjalla bróðir. Hann er þar að byggja nýjan veg. Hjalli hefur byggt upp ræktarlegt verktakafyrirtæki. Hann kemur víða við og ber fyrirtækið hans með sér góðan vitnisburð.
Núna er hvítasunnudagur og því hátíðardagur. Þá er þess minnst að heilagur andi var okkur gefinn. Hann er góður förunautur í gegnum lífið, einskonar tenging við guðdóminn. Virkar ekki ólíkt og signalið sem þarf til að gemsinn okkar virki. Það næst ekki samband utan þjónustusvæðis eins og inn á uxahryggjum í gær.
Guðstrú er góð, hún felur í sér auðmýkt gagnvart því sem er manni miklu stærra og meira. Það veitist mér auðvelt að trúa á Guð. Það er mér meira fótakefli hvernig allt of margir trúmenn akta sína trú. Ofsi og blind trú á bókstafinn er í mínum augum fáfræði þeirra sem ekki eiga sér víðari völl en þann sem þeim er skammtaður af einfeldningum sem telja sig hafa æðra umboð en aðrir.
Það er miður sú staðreynd að margar kirkjur með slíka einstaklinga á stýri, eru að troðast á akrinum eins og bitlaus þreskivél og troða niður meira en þær afla.
Það er því sennilega vænlegra til árangurs að fara út með orf og ljá og slá þar sem gras er, en að hanga um borð í þannig þreskivél. Því þegar öllu er á botninn hvolft segir Guðsorðið að ein brotin sál skipti meira máli en hundrað "réttlættir".
Við ætlum að skreppa austur í dag með klukkuna fornu. Hún fær virðingarsess í kofanum okkar á Föðurlandi.
Dagurinn er fallegur og góður, og ekki síst ber hann með sér fögur fyrirheit.
sunnudagur, maí 27, 2007
sunnudagur, maí 20, 2007
Tíminn....
...hægir á sér þegar maður hlustar á notalegt gamaldags tikk í gamalli klukku.....finnst mér.
Klukkan okkar í stofunni heima er ættuð héðan frá Jótlandi. Við eru hér enn á ferð. Nú erum við með tvær dætra okkar með í för og það er gaman hjá okkur. Gömul klukka er eitt af því sem ég var ákveðinn í að hafa í kofanum okkar á Fitinni. Klukku sem tikkar hægt og slær fallega. Við fórum í sveitina hér við Støvring á sama stað og venjulega. Konan sem rekur antikbúðina opnaði fyrir okkur þó búið væri að loka, enda árlegir gestir.
Og viti menn klukka sem féll alvega að óskum okkar hékk þar á veggnum.
Verðið hlægilegt miðað við heima, svo hún var keypt eftir að hafa fullvissað okkur um að hún væri í lagi.
Annars erum við að fara á ströndina á eftir og ætlum að eyða deginum þar. Við erum að njóta okkar virkilega hér enda búum við í góðu yfirlæti Óla og Annette.
Hér er klukkan góða, flott ekki satt.
Hafið það frábært heima.
sunnudagur, maí 13, 2007
Gott mál...!
Ég verð að játa að ég andaði léttar þegar úrslit kosninganna lágu fyrir. Munurinn samt ólíkindalega lítill. Ég var á tímabili í nótt hræddur um að við fengjum þriggja flokka vinstristjórn.
Sameiginlegt verkefni allra vinstri flokkanna mistókst. Ríkisstjórnin hélt velli, naumlega þó. Reynslan er ólygnust eins og máltækið segir og þjóðin kaus, minnug verkanna. Ég hélt reyndar að Samfylkingin gyldi meiri afhroð. Það eru greinilega nógu margir búnir að gleyma því sem á undan er farið. Nefni R listann með Ingibjörgu í fararbroddi sem dæmi.
Fylgishrun Framsóknar kemur svo sem ekkert á óvart. Þeir hafa verið á brauðfótum lengi. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með pálmann í höndunum. Hann hefur núna þá sérstöðu að geta valið sér samstarfsflokk, og lagt honum línurnar nánast eins og honum sýnist. Sá flokkur sem ætlar að fara með honum hefur lélega samningsstöðu. Eitthvað múður, þá ertu ekki memm.
Var að koma inn úr gönguferð upp með á, með tvær afadætur sem sváfu hér í nótt, Petru Rut og Katrínu Töru.
Það var hressandi.
Sameiginlegt verkefni allra vinstri flokkanna mistókst. Ríkisstjórnin hélt velli, naumlega þó. Reynslan er ólygnust eins og máltækið segir og þjóðin kaus, minnug verkanna. Ég hélt reyndar að Samfylkingin gyldi meiri afhroð. Það eru greinilega nógu margir búnir að gleyma því sem á undan er farið. Nefni R listann með Ingibjörgu í fararbroddi sem dæmi.
Fylgishrun Framsóknar kemur svo sem ekkert á óvart. Þeir hafa verið á brauðfótum lengi. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með pálmann í höndunum. Hann hefur núna þá sérstöðu að geta valið sér samstarfsflokk, og lagt honum línurnar nánast eins og honum sýnist. Sá flokkur sem ætlar að fara með honum hefur lélega samningsstöðu. Eitthvað múður, þá ertu ekki memm.
Var að koma inn úr gönguferð upp með á, með tvær afadætur sem sváfu hér í nótt, Petru Rut og Katrínu Töru.
Það var hressandi.
sunnudagur, maí 06, 2007
Einskonar veiðiferð...
Það er kannski of djúpt í árina tekið að tala um eggjatínslu sem
veiðiskap. Það er samt á svipuðum stað í huganum. Bernskuárin bera í farteskinu margar minningar af vorferðum til eggja. Þá var farið niður í sandgræðslugirðingu sem kallað var.
Stórt svæði á söndunum sem landgræðslan var með til uppgræðslu. Þar tíndum við grágæsaregg.
Ég fór í eggjaferð í morgun ásamt tveimur bræðra minna, Hansa og Danna. Við fórum að Heklurótum og gengum upp með Tungnaá.
Heiðagæsin verpir um allt land í klettum og syllum, eins og nafnið ber með sér, helst til heiða og fjalla nálægt vötnum eða ám.
Læt fylgja nokkrar myndir að gamni.
Þessi mynd er af Þjórsá rétt fyrir ofan Þjófafoss
sunnan við Búrfell
Níu egg á mann var afraksturinn. Þetta var skemmtileg ferð í góðum félagsskap.
veiðiskap. Það er samt á svipuðum stað í huganum. Bernskuárin bera í farteskinu margar minningar af vorferðum til eggja. Þá var farið niður í sandgræðslugirðingu sem kallað var.
Stórt svæði á söndunum sem landgræðslan var með til uppgræðslu. Þar tíndum við grágæsaregg.
Ég fór í eggjaferð í morgun ásamt tveimur bræðra minna, Hansa og Danna. Við fórum að Heklurótum og gengum upp með Tungnaá.
Heiðagæsin verpir um allt land í klettum og syllum, eins og nafnið ber með sér, helst til heiða og fjalla nálægt vötnum eða ám.
Læt fylgja nokkrar myndir að gamni.
Þessi mynd er af Þjórsá rétt fyrir ofan Þjófafoss
sunnan við Búrfell
Níu egg á mann var afraksturinn. Þetta var skemmtileg ferð í góðum félagsskap.
þriðjudagur, maí 01, 2007
“Fljótandi, fljótandi auðlegð”
Sumir, þeirra á meðal ég, þurfa stundum eitthvað sérstakt til að kveikja á perunni. Ég var að vinna frameftir í kvöld en kom samt heim á undan Erlu og Hrund sem eru ennþá ókomnar. Þær eru að mæðrablessa Írisi, ásamt fleiri völdum konum ættarinnar, en Íris kemur bráðum með fyrsta drenginn í þessa fjölskyldu.
Veðrið er með eindæmum gott þessa dagana. Það var því freistandi að taka einn göngutúr áðan þegar byrjaði að rökkva. Það var líka eintóm sæla.
Ég gekk upp með á. Loftið ómaði af söng farfuglanna og ég naut þess í botn að vera hluti af þessu yndislega vorkvöldi. Ég tók sveig til baka og gekk eftir klettunum til baka. Þessir klettar grúfa sig hér bakvið húsið mitt og upp með ánni í norður. Á hæsta klettinum er gott að setjast niður. Ágætis útsýni er yfir bæinn og hann speglast fallega í ánni.
Þarna á klettinum, horfandi yfir bæinn minn og húsið mitt hjúfra sig við enda götunnar minntist ég orða eldri konu sem hún sagði við mig á einum erfiðasta kafla lífs míns.
Hún hafði beðið til Guðs yfir aðstæðum okkar og færði mér huggunarorð frá sjálfum Skaparanum. Hún sagði: “Ég mun veita þér fljótandi, fljótandi......fljótandi auðlegð”, með mikilli áherslu í orðum sínum. Þessi kona var Kristín Jónsdóttir heitin, blessunin tengdaamma mín. Lítil, mikilsverð kona.
Á árunum eftir þetta var mér stundum hugsað til þessara orða og fannst nú ekki bóla mikið á þessari auðlegð.
Á klettinum áðan þegar þessum orðum skaut í kollinn á mér fattaði ég allt í einu samhengið.... Ég bý við þessi orð. Þau eru hlutskipti mitt.
Mér hafa hlotnast fágæt gæði. Ég hef átt nógu mögur ár til að augu mín sjái fegurðina í lífinu sjálfu, flórunni í kringum okkur. Litlu augnablikunum sem breyta sögunni.
Augnablikinu sem við Erla hittumst fyrst. Ástinni, ávöxtunum.
Fegurðina í skynjuninni allri. Hljóðinu, lyktinni, bragði, heyrn og sjón, yndisleikanum í öllu og allsstaðar, og það skrítnasta.... fegurðina í erfiðleikunum sem gjarnan verða til að skapa skýrari mynd af því sem skiptir máli, og hverju má henda.
Þetta er fljótandi auðlegð.
Veðrið er með eindæmum gott þessa dagana. Það var því freistandi að taka einn göngutúr áðan þegar byrjaði að rökkva. Það var líka eintóm sæla.
Ég gekk upp með á. Loftið ómaði af söng farfuglanna og ég naut þess í botn að vera hluti af þessu yndislega vorkvöldi. Ég tók sveig til baka og gekk eftir klettunum til baka. Þessir klettar grúfa sig hér bakvið húsið mitt og upp með ánni í norður. Á hæsta klettinum er gott að setjast niður. Ágætis útsýni er yfir bæinn og hann speglast fallega í ánni.
Þarna á klettinum, horfandi yfir bæinn minn og húsið mitt hjúfra sig við enda götunnar minntist ég orða eldri konu sem hún sagði við mig á einum erfiðasta kafla lífs míns.
Hún hafði beðið til Guðs yfir aðstæðum okkar og færði mér huggunarorð frá sjálfum Skaparanum. Hún sagði: “Ég mun veita þér fljótandi, fljótandi......fljótandi auðlegð”, með mikilli áherslu í orðum sínum. Þessi kona var Kristín Jónsdóttir heitin, blessunin tengdaamma mín. Lítil, mikilsverð kona.
Á árunum eftir þetta var mér stundum hugsað til þessara orða og fannst nú ekki bóla mikið á þessari auðlegð.
Á klettinum áðan þegar þessum orðum skaut í kollinn á mér fattaði ég allt í einu samhengið.... Ég bý við þessi orð. Þau eru hlutskipti mitt.
Mér hafa hlotnast fágæt gæði. Ég hef átt nógu mögur ár til að augu mín sjái fegurðina í lífinu sjálfu, flórunni í kringum okkur. Litlu augnablikunum sem breyta sögunni.
Augnablikinu sem við Erla hittumst fyrst. Ástinni, ávöxtunum.
Fegurðina í skynjuninni allri. Hljóðinu, lyktinni, bragði, heyrn og sjón, yndisleikanum í öllu og allsstaðar, og það skrítnasta.... fegurðina í erfiðleikunum sem gjarnan verða til að skapa skýrari mynd af því sem skiptir máli, og hverju má henda.
Þetta er fljótandi auðlegð.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)