sunnudagur, maí 20, 2007

Tíminn....


...hægir á sér þegar maður hlustar á notalegt gamaldags tikk í gamalli klukku.....finnst mér.


Klukkan okkar í stofunni heima er ættuð héðan frá Jótlandi. Við eru hér enn á ferð. Nú erum við með tvær dætra okkar með í för og það er gaman hjá okkur. Gömul klukka er eitt af því sem ég var ákveðinn í að hafa í kofanum okkar á Fitinni. Klukku sem tikkar hægt og slær fallega. Við fórum í sveitina hér við Støvring á sama stað og venjulega. Konan sem rekur antikbúðina opnaði fyrir okkur þó búið væri að loka, enda árlegir gestir.


Og viti menn klukka sem féll alvega að óskum okkar hékk þar á veggnum.
Verðið hlægilegt miðað við heima, svo hún var keypt eftir að hafa fullvissað okkur um að hún væri í lagi.

Annars erum við að fara á ströndina á eftir og ætlum að eyða deginum þar. Við erum að njóta okkar virkilega hér enda búum við í góðu yfirlæti Óla og Annette.



Hér er klukkan góða, flott ekki satt.






Hafið það frábært heima.

2 ummæli:

Íris sagði...

Jú, klukkan er sko flott! Og alveg frábært að þið skulið hafa fengið svona flotta klukku á góðu verði! Til hamingju með það!
Annars er rosa gaman að fá svona fréttir af ykkur þarna úti og sjá alltaf betur og betur hvað þið eruð að hafa það næs!
En við hér á klakanum hlökkum til að fá ykkur heim ;)
Njótið daganna!!
Þín elsta dóttir
Íris

Eygló sagði...

En gaman að þið funduð klukku til að hafa á Fitinni og jú hún er rosalega flott :) Gott að þið eruð að njóta ykkar og ég verð nú að viðurkenna að ég væri vel til í að fara í þessa antikbúð.. Nema að ég myndi örugglega eyða öllum peningunum mínum þar, hehe :) En svaka pæjur eru þetta með þér í för ;) Hlökkum mikið til að fá ykkur heim og skoða myndir og sjá klukkuna og fleira sem var keypt og verður keypt :) Þín næstelsta dóttir, Eygló :)