sunnudagur, maí 13, 2007

Gott mál...!

Ég verð að játa að ég andaði léttar þegar úrslit kosninganna lágu fyrir. Munurinn samt ólíkindalega lítill. Ég var á tímabili í nótt hræddur um að við fengjum þriggja flokka vinstristjórn.
Sameiginlegt verkefni allra vinstri flokkanna mistókst. Ríkisstjórnin hélt velli, naumlega þó. Reynslan er ólygnust eins og máltækið segir og þjóðin kaus, minnug verkanna. Ég hélt reyndar að Samfylkingin gyldi meiri afhroð. Það eru greinilega nógu margir búnir að gleyma því sem á undan er farið. Nefni R listann með Ingibjörgu í fararbroddi sem dæmi.

Fylgishrun Framsóknar kemur svo sem ekkert á óvart. Þeir hafa verið á brauðfótum lengi. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með pálmann í höndunum. Hann hefur núna þá sérstöðu að geta valið sér samstarfsflokk, og lagt honum línurnar nánast eins og honum sýnist. Sá flokkur sem ætlar að fara með honum hefur lélega samningsstöðu. Eitthvað múður, þá ertu ekki memm.

Var að koma inn úr gönguferð upp með á, með tvær afadætur sem sváfu hér í nótt, Petru Rut og Katrínu Töru.
Það var hressandi.

2 ummæli:

Íris sagði...

Elsku afi!
Takk fyrir okkur í gær og í dag. Það var rosa gaman að vera hjá ykkur ömmu og rosa gaman að fara í göngutúr í morgun og sjá fuglana og blómin!
Sjáumst vonandi sem fyrst.
Þínar afadætur
Petra Rut og Katrín Tara

Unknown sagði...

Heppinn ertu Erling minn að fá að njóta barnabarnanna :-)

Sirrý litla Uppáhalds..