Jaeja...
Nú erum vid stodd a Cala dor ad rifja upp gamlar minningar. Allt her sem minnir a gomlu ferdina okkar med allar stelpurnar. Hitinn er um 30 gradur sem er agaett, verra ef hann verdur haerri.
Vid dveljum annars a frabaerum stad vid litla vik sem engir solumenn eru ad hrella mann, sundlaugin nidur vid sjoinn og umhverfid ohemju fallegt. Vid hlokkum mikid til ad koma heim og hitta allt okkar frabaera folk tvi tad er enginn vandi ad sakna ykkar sem okkur tykir svo vaent um to vid seum her i miklu dekri....
Tad er ohaett ad segja ad lifid leiki vid okkur hjonin sem endranaer.
Tetta var kvedja fra Erling.....
Kvedja fra Erlu.....
nu tegar vid erum a eyjunni okkar fogru í Midjardarhafinu ta nyt ég tess ad stinga tanum i ylvolgan sjoinn og finna solina baka mig og smatt og smatt tekur hudin a sig fallegan brunan lit. Svo sannarlega leikur lifid vid okkur, vid bordum uti a hverju kvoldi, sofum eins lengi a morgnana og vid viljum og vokum eins lengi a nottunni og okkur langar til. Fra svolunum okkar sjaum vid ut a sjoinn og i gaekvoldi ta var toluvert brim og meirihattar ad sitja uti a svolum, finna heitan vindinn leika um andlitid og heyra sjavarbrimid skella a klettunum.
Allt umhverfi tar sem vid erum er aevintyri likast og vid hofum aldrei verid a eins fagudum stad og finum an tess to ad folk se snobbad her. Vid sundlaugina eru tjonar sem faera okkur tad sem vid pontum og allt er hreint og fint. Her eru engir Islendingar nema vid enda fara ferdaskrifstofurnar ekki hingad.
Sjaumst hress og kat heima a Froni sem er tratt fyrir allt besta land i heimi og tott tad se gaman ad ferdast ta vildi eg hvergi annars stadar bua en tar.
Tangad til naest vinir minir.......
fimmtudagur, ágúst 30, 2007
fimmtudagur, ágúst 23, 2007
Í sól og sumaryl.........
Mér sýnist akkúrat passlegt að fara utan núna. Farið að kólna hér norðurfrá og gott að lengja sumarið aðeins með því að skreppa sunnar. Við höfum ekki farið til eyjunnar fögru í miðjarðarhafinu í sjö ár. Við ætlum að dvelja þar í tvær vikur með vinum okkar Heiðari og Sigrúnu. Staðurinn sem við verðum á heitir Port´d Andratx, vestur af Palma.
Mæjorka (íslenska heitið) er heillandi staður. Hún skipar sérstakan sess í huga okkar enda fyrsti sólarstrandar staðurinn sem við fórum til.
Þá skruppum við með sömu vinum okkar í fjögurra daga ferð, eftir níu ára sumarfríslaust vinnualka tímabil. Eftir það varð ekki aftur snúið. Við höfum síðan farið í margar ferðirnar saman bæði innan- og utanlands sem skreyta minningatréð okkar. Gott að eiga góða vini.
Myndin er frá Port´d Soller, stað sem við eigum góðar minningar frá. Minnir mig t.d á snilldar góðan nýkreistan appelsínusafa beint af akrinum.
Það er aldrei að vita nema við látum heyra í okkur á síðum bloggsins ef við finnum nothæfa tölvu til þess.
Hafið það gott á meðan vinir mínir nær og fjær.
Með ssssssssssssssólarkveðju
Mæjorka (íslenska heitið) er heillandi staður. Hún skipar sérstakan sess í huga okkar enda fyrsti sólarstrandar staðurinn sem við fórum til.
Þá skruppum við með sömu vinum okkar í fjögurra daga ferð, eftir níu ára sumarfríslaust vinnualka tímabil. Eftir það varð ekki aftur snúið. Við höfum síðan farið í margar ferðirnar saman bæði innan- og utanlands sem skreyta minningatréð okkar. Gott að eiga góða vini.
Myndin er frá Port´d Soller, stað sem við eigum góðar minningar frá. Minnir mig t.d á snilldar góðan nýkreistan appelsínusafa beint af akrinum.
Það er aldrei að vita nema við látum heyra í okkur á síðum bloggsins ef við finnum nothæfa tölvu til þess.
Hafið það gott á meðan vinir mínir nær og fjær.
Með ssssssssssssssólarkveðju
sunnudagur, ágúst 19, 2007
Vegir Guðs eru órannsakanlegir...
Ætla svo sem ekki að hafa mörg orð um það sem ég nefni hér, sökum reynsluleysis. Ég hef alltaf haldið að Guð væri einni bæn í burtu, var kennt það í bernsku og síðan talið mig einmitt geta miðlað af þeirri reynslu minni. En nú er það “Soaking center”. Menn og konur flykkjast til Kanada til að sækja eitthvað sem talið er gefa meira af Guði en áður hefur þekkst. Ég leyfi mér að hafa skoðun á þessu. Hafandi í fórum mínum reynslu af “Toronto blessuninni” svokallaðri sem gekk yfir eins og bylgja fyrir einum áratug eða svo. Það fyrirbæri fjaraði út með útfallinu eins snögglega og það kom að landi. Ég hafði margar spurningar varðandi það forðum, fannst það líkjast um of Benny Hinn aðferðafræðinni. Það sama má segja um þetta fánum skrýdda fyrirbæri sem nú ríður yfir, líka frá Toronto. Ég met mikils hreina og falslausa trú, en trúgirni sem labbar sér út fyrir landssteinana haldandi að kraftur eða nærvera Guðs sé í meira mæli eða allavega auðveldari í nálgun fáist með því einu að hafa efni á að fljúga vestur um haf, á ekki upp á mitt pallborð.
Það tel ég of þröngan ramma til að Guð komist í hann. Eitthvað annað hlýtur þá að vera á ferðinni... Að mínu mati saklaust, bara dýrt, tilfinningaflipp.
Já svona er nú trú mín.
Það tel ég of þröngan ramma til að Guð komist í hann. Eitthvað annað hlýtur þá að vera á ferðinni... Að mínu mati saklaust, bara dýrt, tilfinningaflipp.
Já svona er nú trú mín.
sunnudagur, ágúst 12, 2007
Afmælisgjöf
Löngu fyrir tímann. Mér var færð forláta myndavél. Canon EOS digital Rebel XT. 8 milljón pixla linsuvél. Gjöfin var frá Erlunni minni og Hrund og Örnu.
Ég hef lengi haft gaman af því að taka myndir en aldrei átt vél sem uppfyllir einhverja gæðastaðla. Þessi er mjög góð með grilljón möguleika á mismunandi stillingum. Ég verð líklega að fara á námskeið svo hún nýtist mér eins og hún hefur möguleika til.
Við dvöldum á Föðurlandi um helgina, reyndar frá fimmtudegi til sunnudags. Frábær tími og notalegur. Ég missti mig alveg í myndatökum um helgina. Ég tók ekki nema ca 400 myndir, misgóðar auðvitað. Ég ætla að setja nokkrar hér inn á síðuna svo þið getið séð smá sýnishorn.
Skýjafarið var eitthvað svo magnað,
Kvöldsett
og dalalæða læddist yfir þegar ekki naut sólar lengur. Sjáið hestana gægjast upp úr þokunni......
Ekki alveg í fókus, fannst Þríhyrningur bara svo flottur þarna.
Átti ágætis spjall við þennan
Smá rómantík var viðhöfð líka.....
Það er hægt að stækka myndirnar með því að klikkja á þær......
Langar að koma mér upp myndasíðu. Held ég þurfi hjálp við það.....auglýsi hér með eftir sjálfboðaliða, gæti heitið Íris t.d...... !
Njótið daganna.
Ég hef lengi haft gaman af því að taka myndir en aldrei átt vél sem uppfyllir einhverja gæðastaðla. Þessi er mjög góð með grilljón möguleika á mismunandi stillingum. Ég verð líklega að fara á námskeið svo hún nýtist mér eins og hún hefur möguleika til.
Við dvöldum á Föðurlandi um helgina, reyndar frá fimmtudegi til sunnudags. Frábær tími og notalegur. Ég missti mig alveg í myndatökum um helgina. Ég tók ekki nema ca 400 myndir, misgóðar auðvitað. Ég ætla að setja nokkrar hér inn á síðuna svo þið getið séð smá sýnishorn.
Skýjafarið var eitthvað svo magnað,
Kvöldsett
og dalalæða læddist yfir þegar ekki naut sólar lengur. Sjáið hestana gægjast upp úr þokunni......
Ekki alveg í fókus, fannst Þríhyrningur bara svo flottur þarna.
Átti ágætis spjall við þennan
Smá rómantík var viðhöfð líka.....
Það er hægt að stækka myndirnar með því að klikkja á þær......
Langar að koma mér upp myndasíðu. Held ég þurfi hjálp við það.....auglýsi hér með eftir sjálfboðaliða, gæti heitið Íris t.d...... !
Njótið daganna.
þriðjudagur, ágúst 07, 2007
Verslunarmannahelgin...
...enn einu sinni liðin. Tók vegatollinn sinn eins og svo oft áður. Eitt banaslys, einu of mikið. Átakanlegt. Flestir hafa þó vonandi átt góða helgi. Veðrið var allavega miklu betra en á horfðist. Lítil sem engin rigning, reyndar rok, en þurrt.
Í gær vorum við heima og nutum næðis við grænar grundir og nið vatna. Hér er gott að búa.... hef ég kannski sagt það áður? Pallurinn var notalegur í sólinni.
Núna næ ég í jarðarber í garðinn minn á hverjum degi, nokkur í senn. Þau bragðast alltaf best beint af plöntunni.
Áttum góða helgi á Föðurlandi með dætrunum og börnum þeirra á daginn og hér heima í sælunni á næturnar. Enda ekki lengi verið að skjótast austur. Íris og Karlott gistu kofann okkar með yngsta meðlim fjölskyldunnar Erling Elí. Það er gott að hafa þetta athvarf.
Við skruppum á eina samkomu á Kotmóti. Ræðumaðurinn var Skoti, man ekki nafnið. Hann var góður. Með báða fætur á jörðinni og tók sjálfan sig ekki of hátíðlega. Var samt með kröftugan og réttan boðskap.
Ég var ekki eins hrifinn af boðskap fólks sem sá ástæðu til að auglýsa hversu góðir gjafarar þau höfðu verið í gegnum lífið og töldu sér það til tekna. Mér hugnast betur þegar sú vinstri veit ekki hvað sú hægri gjörir. Í gamla daga var þetta kallað að taka út launin sín fyrirfram.
Ég hef hvort sem er svo oft verið stimplaður fyrir gagnrýni, svo mig munar ekki um einn í viðbót.
Alltaf má samt deila um hver er að gera rétt og hver minna rétt. Maður ber jú þegar upp er staðið bara ábyrgð á sjálfum sér, sem gerir að verkum að gott er að hafa spegil í farteskinu og skoða verkin sín. Og hafa manndóm til að taka því sem maður sér.
Enginn er meiri en annar þegar öllu er á botninn hvolft. Haldi einhver annað er það aumasti hégómi og hroki.
Rétt er að njóta daganna og horfa á flóruna í kringum sig eins og regnbogann, hann er fallegur svona marglitur.
Það er gott að mannlífið er ekki einsleitt, það væri leiðinlegt.
Í gær vorum við heima og nutum næðis við grænar grundir og nið vatna. Hér er gott að búa.... hef ég kannski sagt það áður? Pallurinn var notalegur í sólinni.
Núna næ ég í jarðarber í garðinn minn á hverjum degi, nokkur í senn. Þau bragðast alltaf best beint af plöntunni.
Áttum góða helgi á Föðurlandi með dætrunum og börnum þeirra á daginn og hér heima í sælunni á næturnar. Enda ekki lengi verið að skjótast austur. Íris og Karlott gistu kofann okkar með yngsta meðlim fjölskyldunnar Erling Elí. Það er gott að hafa þetta athvarf.
Við skruppum á eina samkomu á Kotmóti. Ræðumaðurinn var Skoti, man ekki nafnið. Hann var góður. Með báða fætur á jörðinni og tók sjálfan sig ekki of hátíðlega. Var samt með kröftugan og réttan boðskap.
Ég var ekki eins hrifinn af boðskap fólks sem sá ástæðu til að auglýsa hversu góðir gjafarar þau höfðu verið í gegnum lífið og töldu sér það til tekna. Mér hugnast betur þegar sú vinstri veit ekki hvað sú hægri gjörir. Í gamla daga var þetta kallað að taka út launin sín fyrirfram.
Ég hef hvort sem er svo oft verið stimplaður fyrir gagnrýni, svo mig munar ekki um einn í viðbót.
Alltaf má samt deila um hver er að gera rétt og hver minna rétt. Maður ber jú þegar upp er staðið bara ábyrgð á sjálfum sér, sem gerir að verkum að gott er að hafa spegil í farteskinu og skoða verkin sín. Og hafa manndóm til að taka því sem maður sér.
Enginn er meiri en annar þegar öllu er á botninn hvolft. Haldi einhver annað er það aumasti hégómi og hroki.
Rétt er að njóta daganna og horfa á flóruna í kringum sig eins og regnbogann, hann er fallegur svona marglitur.
Það er gott að mannlífið er ekki einsleitt, það væri leiðinlegt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)