sunnudagur, ágúst 19, 2007

Vegir Guðs eru órannsakanlegir...

Ætla svo sem ekki að hafa mörg orð um það sem ég nefni hér, sökum reynsluleysis. Ég hef alltaf haldið að Guð væri einni bæn í burtu, var kennt það í bernsku og síðan talið mig einmitt geta miðlað af þeirri reynslu minni. En nú er það “Soaking center”. Menn og konur flykkjast til Kanada til að sækja eitthvað sem talið er gefa meira af Guði en áður hefur þekkst. Ég leyfi mér að hafa skoðun á þessu. Hafandi í fórum mínum reynslu af “Toronto blessuninni” svokallaðri sem gekk yfir eins og bylgja fyrir einum áratug eða svo. Það fyrirbæri fjaraði út með útfallinu eins snögglega og það kom að landi. Ég hafði margar spurningar varðandi það forðum, fannst það líkjast um of Benny Hinn aðferðafræðinni. Það sama má segja um þetta fánum skrýdda fyrirbæri sem nú ríður yfir, líka frá Toronto. Ég met mikils hreina og falslausa trú, en trúgirni sem labbar sér út fyrir landssteinana haldandi að kraftur eða nærvera Guðs sé í meira mæli eða allavega auðveldari í nálgun fáist með því einu að hafa efni á að fljúga vestur um haf, á ekki upp á mitt pallborð.
Það tel ég of þröngan ramma til að Guð komist í hann. Eitthvað annað hlýtur þá að vera á ferðinni... Að mínu mati saklaust, bara dýrt, tilfinningaflipp.
Já svona er nú trú mín.

5 ummæli:

Hrafnhildur sagði...

AMEN

Nafnlaus sagði...

Það mætti halda að fátækir ættu ekki að komast til himna.. því þeir eiga jú varla fyrir farinu alla leið til Toronto, því svo virðist sem Guð hafi aðsetur þar!
Eiga ekki allir að vera jafnir frammi fyrir Guði? Maður spyr sig..

Segi bara AMEN við færslunni þinni eins og Hrafnhildur frænka mín;)

Nafnlaus sagði...

Sæll Erling um margt erum ábiggilega ekki sammála og þarna kemur að einu. Ég get fyllilega tekið undir það að Guð er bara einni bæn í burtu. En hvað gerir Toronto blessunina síðri en tungutalstgjöfina sem kom fyrir Andann frá Azusa? Í bæði skiptin seilist kirkjan (að mínu mati) inn í herbúðir óvinarins og sækir það sem hún á réttilega.

Fánaveifur eru ekki ekki fyrst að koma fram í Toronto ég minni á að Davíð konungur talar um að veifa fána Drottni til dýrðar.

"Ó að vér mættum fagna yfir sigri þínum og veifa fánanum í nafni Guðs vors. Drottinn uppfylli allar óskir þínar." Sálmur 20:6.

Ég bloggaði um fánaveifur og hlaup og annað í þeim dúr í dag vildi að ég hefði munað eftir tungutalinu. En gaman að lesa bloggið þitt.
kveðja Davíð

Ella Gitta sagði...

Oft höfum við nú verið sammála Glingi minn. Þetta með fánana (í nútímanum) er reyndar ekki upprunnið frá Toronto - heldur Aglow konum í Seattle... en þar sem þú ert hvorki kona, né Aglowkona og hefur (mér vitandi) ekki komið til Seattle, fyrirgefst þér þessi ritvilla þín.
Hitt er annað mál að ég er ekki upptekin af því sem er runnið frá Toronto, Seattle, Azusa Street eða öðrum borgum, bæjum eða götum... ég er bara upptekin af því sem á rætur sínar að rekja til stræta Himinsins!!! Og þú sem hefur þekkt mig frá því áður en ég þekkti mig sjálf, veist að ég er lítið hrifnari af múgæsingu en þú!!! Nema auðvitað að ég sé að segja brandara og allir hlæji með.

En á meðan ég fæ að dvelja í nærveru Guðs, baða mig í henni, soga hana í mig - þá er mér alveg sama hvað einhverjir menn kalla það. Biblían segir sjálf að sá tími muni koma að Guð muni dvelja á meðal vor og vera vor Guð og við Hans börn. Líklega er þetta sem nú er að gerast bara forsmekkur af því - og þeir sem gera þetta bara "til að vera með" og vera með einhvern leikaraskap í útlöndum, skilja líklega ekki merkingu þess að dvelja og baða sig í nærveru Guðs.... því eins og ég sagði (hafandi eftir Tedda bró) þá eru gatnamót jafn góður staður til að dvelja í nærveru Guðs og kristileg mót.
SO bottom line - ég vil "sóka" ef það er orðið, skiptir mig ekki svo miklu. Veit bara að ég vil baða mig og sökkva mér ofaní nærveru Guðs, stöðugt og fæ aldrei nóg af því. Og það skemmtilega við það er að ég þarf ekkert að fara til Kanada til þess ",)

Nafnlaus sagði...

Ég ætla sko til Kanada. Enda verið þar áður. Og finnst frábært að geta farið aftur og vonandi læri ég sem mest.

Bestu kveðjur

Kiddi Klettur