sunnudagur, apríl 27, 2008

Veisla og heimasíða

Okkur var boðið til veislu í gærkvöldi. Tilefnið var formleg opnun nýju kirkjunnar, Mozaik. Eins og lesendur síðunnar vita ákváðum við Erla að taka okkur far með henni þar sem við höfum "ferðast á puttanum" um nokkurra ára skeið.
Eftir að leiðir okkar og Fíladelfíu kirkjunnar lágu sundur, höfum við ekki sótt kirkju. Það eru orðin nokkur ár síðan. Það mál er eins og kirkjan sú, dautt, og verður ekki rætt frekar af okkar hálfu.
Ég er hæstánægður með framtakið. Eins og lesendum síðunnar er kunnugt höfum við hjónin verið talsmenn stofnunar nýrra kirkna, enda felst kristniboðsskipunin í því að ná til sem flestra.
Það má undra sig á Hvítasunnukirkjunni á Íslandi hversvegna þetta er ekki árviss atburður. Veldur hver á heldur.
Ég ber góðar væntingar til þessarar kirkju. Hverjum einum sem tekur trú vegna tilurðar þessarar kirkju fylgir meiri fögnuður á himnum, en yfir hundrað "réttlátum" eins og segir í ritningunni.
Ég sannast sagna veit ekki hvern sektarskala þeir bera sem stöðva framgang af þessu tagi. Get bara sagt að ég vildi ekkert endilega vera í þeirra sporum.

Nýja heimasíðan http://www.mozaik.is/ er flott og hefur verið vel til hennar vandað. Hvet ykkur lesendur góðir til að skoða hana og býð ykkur hér með einnig að kíkja við í Stangarhyl 3 á miðvikudagskvöldið næsta, eða næstu, klukkan 20.00.
Get mælt með því sem fram fer þó ég sé þekktur Tómas og jarðfastur í báða fætur.

Engin ummæli: