Við ákváðum að þeysast á fáknum austur í góða veðrinu. Það er alltaf jafngaman. Við vorum þar í nótt og nýttum svo daginn í dag í hjólatúr.
Fórum m.a í Skálholt, kíktum á minningarreitinn hans Jóns Arasonar þar sem hann var hálshöggvinn árið 1550 ásamt sonum sínum. Ég minntist þess að hafa skoðað þennan reit þegar ég var barn með pabba og mömmu þrátt fyrir að ferðalög hafi verið fátíð í þá daga.
Veðrið lék við okkur og við stoppuðum vítt og breitt. Við tókum ákvörðun um að fara hringinn á næsta ári, hjólandi. Það verður snilld. Lítill farangur, aðeins það nauðsynlegasta verður með í för. Gist í bændagistingum kringum landið. Þetta verður kannski 10 til 12 daga ferð. Verð að segja að ég hlakka strax til.
Vinna framundan og svo verslunarmannahelgi. Kofinn verður ekki íveruhæfur fyrir helgina. Það verður að hafa það. Við keyrum bara heim á kvöldin, ekki svo langt að fara, enda “hálfnuð í sveitina heima hjá okkur” eins og ein frænka mín komst svo skemmtilega að orði þegar við fluttum á Selfoss.
Veðrið lék við okkur og við stoppuðum vítt og breitt. Við tókum ákvörðun um að fara hringinn á næsta ári, hjólandi. Það verður snilld. Lítill farangur, aðeins það nauðsynlegasta verður með í för. Gist í bændagistingum kringum landið. Þetta verður kannski 10 til 12 daga ferð. Verð að segja að ég hlakka strax til.
Vinna framundan og svo verslunarmannahelgi. Kofinn verður ekki íveruhæfur fyrir helgina. Það verður að hafa það. Við keyrum bara heim á kvöldin, ekki svo langt að fara, enda “hálfnuð í sveitina heima hjá okkur” eins og ein frænka mín komst svo skemmtilega að orði þegar við fluttum á Selfoss.
Húsið við ána hefur enn þetta gríðarlega aðdráttarafl á okkur. Við erum alltaf jafn ánægð hér og líður stórkostlega, enda ekki hægt annað.
Sólarlagið var stórkostlegt á Fitinni í gærkvöldi, vantaði myndavélina mína en tók nokkrar á símann minn. Ein komin á Flikr síðuna.....