mánudagur, júlí 07, 2008

Helgin

Eftir hlýtt veður um helgina var komin þoka á leiðinni heim í gær. Við vorum á Föðurlandi eins og fyrri daginn og ætluðum varla að hafa okkur af stað heim vegna blíðunnar. Enn er verið að reyna að pota verkinu áfram. Við Karlott bárum viðarvörn á nýja kofann og ég kláraði sperrurnar.
Við fengum fullt af heimsóknum. Alltaf gaman að fá gesti. Svo skruppum við Hlynur og Karlott upp í Fiská. Ætluðum að hrella þar vatnabúa sem reyndust síðan hrella okkur frekar. Ferðin var samt góð eins og öll útivera í íslenskri náttúru.

Tvær dætranna voru á móti í Kotinu. Við skruppum þangað eina kvöldstund. Það vakti athygli mína hversu fáa ég þekkti af viðstöddum. Nánast ekki sála úr Fíladelfíu, en fullt af fólki sem virtist hafa það eitt markmið að nálgast Guð og lofa hann. Það er kannski skrítið að segja það en mér þótti ánægjulegt að þekkja svona fáa, það segir mér bara að það eru hlutir að gerast hér á landinu okkar. Mér fannst þetta fara vel fram og ekkert sem stakk minn gamla pinnsa, annað en, full hávær tónlist. Segir kannski helst til um aldur minn.

Núna erum við að melta orð sem okkur voru færð. Orð sem kallast boðskapur eða þekkingarorð.
Það rétta er að taka svoleiðis og kryfja það með biblíuna og sannfæringu sína að vopni.
Við munum skoða þetta vandlega.

Ég þurfti reyndar að segja einum manni upp í morgun. Sá var nýráðinn en ég vissi að hann átti við vanda að etja. Honum finnst vodki góður, óhóflega góður. Honum var gert ljóst að hann yrði að stunda vinnuna 100% ef hann ætlaði að vinna hjá Lexor. Því stefna fyrirtækisins er gæði, gæði, gæði. Í morgun kom hann svo ekki til vinnu og því fór sem fór.

Við erum í fríi í dag hjónakornin. Sitjum hér í eldhúsinu. Erlan að lesa blöðin en ég að tölvast. Setti myndir teknar um helgina inn á Flickr síðuna ef einhver hefur áhuga á því.

3 ummæli:

Eygló sagði...

Frábært að það var svona gaman hjá ykkur :)
Verður gaman hjá okkur um versló því að þá verðum við öll saman á þessum æðisgengna stað :)
Hlakka til!
Þín Eygló

Nafnlaus sagði...

það var yndislegt að heimsækja ykkur í friðinn og kærleikann um daginn..takk fyrir okkur..

erling..þetta er mögnuð mynd af sólarspegluninni og fuglinum!

koss á erlu!

Nafnlaus sagði...

nafnlausa manneskjan hér fyrir ofan var ég..árný..:)