...er fædd. Það var þreytt en yfir sig stolt og ánægð nýbökuð móðir sem hringdi áðan í okkur og tilkynnti nýjan fjölskyldumeðlim.
Ég er hér með orðinn sjöfaldur afi og tek við þeim titli með yfirmáta þakklæti í hjarta og óska nýbökuðu foreldrunum innilega til hamingju með litlu fallegu stúlkuna þeirra sem ber þetta fallega nafn.
Þetta tilkynnir hrærður afinn.........
Hér er komin mynd af litlu hamingjusömu fjölskyldunni.
Ég bið þeim ríkulegrar blessunar Guðs.
6 ummæli:
Innilega til hamingju með nýjustu prinsessuna í fallega hópnum ykkar.
Fæðing barns er mesta kraftaverkið.
Kveðja úr Mosó.
Hjartanlegar hamingjuóskir með litlu Erlu Rakel.
Falleg nöfn á yndigullinu.
Kær kveðja
Gerða Sys
Alveg dásamlegt!! Alltaf jafn yndislegt þegar þessi litlu kríli mæta í heiminn. Svo ekki amalegt að heita í höfuðið á Erlu ömmu sinni :) Innilega til hamingju með 7. barnabarnið!!!
Sjáumst á eftir að kíkja á dömuna :)
Til hamingju með sjöunda barnabarnið :) - Æðislegt nafn og æðislegt að hún sé komin heil í heiminn :)
Fleiri kærar kveðjur úr Mos
Hafrún Ósk
Til hamingju Erling með enn eitt barnabarnið!
Yndisleg prinsessa með afar afar fagurt nafn!
Kveðja úr rokholti 1
Karlott
Innilega til hamingju vinir! Prinsessan ber þess greinilega merki að vera ættuð að vestan! :)
Skrifa ummæli