miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Meiri samsuðan

Hvernig á að vera hægt að bera virðingu fyrir svona fólki. Ætli Steingrími sé ekki bumbult eftir átið á sínum stóru orðum um getuleysi fyrri ríkisstjórnar. Hann talaði um aumingjaskap og undirlægjuhátt fyrrum stjórnar varðandi málaferli gegn bretunum. Slær svo sjálfur af allar hugmyndir um slíkt, þegar hann er loksins kominn í stöðu til að bretta upp ermarnar og framkvæma sjálfur. Það er ótrúlegt að sjá.

Enn ótrúlegra er að sjá þessa minnihlutastjórn klúðra svona tækifæri sínu, rétt fyrir kosningar, til að sýna takta sem fólk myndi kaupa.
Ef þau sneru sér að alvöru málum, fólkinu í landinu sem er að missa allt sitt. Fyrirtækjum sem eru að fara á hausinn og örva atvinnulífið svo fólkið hafi vinnu.
Þess í stað fer öll orkan í að koma Davíð úr Seðlabankanum, sem þau ráða ekki einu sinni við.

Hlustaði á viðtalið við Davíð í tölvunni áðan. Ég verð að segja, eftir hlustunina, og eftir lestur nokkurra bloggfærslna þar sem fólk er æft út í hann, að reiði þjóðfélagsins út í Davíð er fyrst og fremst leit að blóraböggli og hungur í hefnd.
Auðvitað á hann þátt í þessu öllu eins og aðrir stjórnmálamenn sem setið hafa við völd. En eftir því sem meiri viðbjóður kemur í ljós í bankasukkinu, kemst ég nær þeirri hugsun að útrásarvíkingarnir hafi, upp til hópa, verið ótýndir glæpamenn. Það elur af sér pælingar um sekt eða sakleysi yfirvalda. Kannski svipuð pæling og að það verður seint löggunni að kenna þó fólk fremji glæpi.

Kannski var Davíð eins og Derrick, sá ýmislegt og reyndi að tala við yfirlöggurnar en...... Hver veit hvað er satt eða logið?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég sammála þér. Davíð er alls ekki saklaus, en hann er svo fjarri því að vera orsök vandans.
Og þessir glæpamenn, sem stofnuðu m.a.s. hlutafélög með grínívafi (J1og8) til að mjólka bankana, manni verður bara flökurt af að lesa/heyra þessa hluti.
En, ákvað að renna í gegnum bloggheima og fann nýtt blogg hjá þér :) (fá ný blogg núna)
kv
Hafrún Ósk

Erling.... sagði...

Voru eigendurnir nokkuð níu? Kannski var J1og8 ekki svo vitlaus nafngift þegar öllu er á botninn hvolft.

Nafnlaus sagði...

Davíð sjálfur var ekki orsök vandans heldur sú hugmyndafræði sem hann og hans stjórnmálaflokkur standa fyrir. Þau ríki sem eru styttra komin í einkavæðingu og kapitalískri hugmyndafræði sem all flestir töldu hina ljúfu framtíð, eru að koma betur út úr heimskreppunni. Ríki þar sem hægrisveiflan hefur verið eins sterk og hér eru að koma hvað verst út. Davíð er ekkert einn um að vera sekur það eru kjósendur undanfarin 17 ár líka.

Það að útrásarvíkingarnir gátu farið fram með þessum hætti án þess að vera beint að brjóta lög hlýtur auðvitað að vekja upp spurningar hvort ekki sé eitthvað að því kerfi sem við höfuð búið við.

Ég hef fulla trú á að það séu góðir tímar framundan við erum bara í slæmu timburmenni eftir eitt stórt neysludjamm og komið að því að gera upp skuldirnar.

Kveðja Davíð (og ekki Oddson)