Hörmungar sem því fylgja þekkjum við ekki af eigin raun sem betur fer. Það var hrollvekjandi að skyggnast inn í hugarheim stríðsmannsins sem hefur misst allt. Manns sem með brjáluðum hug er orðinn svo tilfinningalaus og gersneyddur öllu sem heitir siðferði, að hann viljandi fremur athæfi og virðist njóta þess, sem aðeins lægstu hvatir mannlegs eðlis geta fundið upp á. Hryllingur, settur fram af ótrúlegri list gerir þetta verk ógleymanlegt. Ingvar E. Sigurðsson er bara snillingur. Þau Kristín Þóra Haraldsdóttir og Björn Thors sýndu líka snilldartakta. Þetta er þríleikur í sérklassa.
Rústað, er ótrúleg sviðsetning og alls ekki fyrir viðkvæma. Ef þú hefur áhuga á verki sem skilur ekki bara eftir amerískan graut þar sem allt endar vel og þau gifta sig, heldur einhverju áleitnu sem langan tíma tekur að meðtaka og melta, gæti þetta verið fyrir þig.
Annars var ég í skólanum í dag. Ég viðurkenni fúslega að það var ekki það sem ég vildi eyða þessum góða sunnudegi í. En svona er lífið, ekki alltaf jólin.
Á að vera að skrifa ræðu núna fyrir munnlegan málflutning sem verður á miðvikudaginn. Ætla að sleppa því í kvöld og taka morgundaginn með trompi í staðinn. Kvöldinu verður eytt með Erlunni og dótturinni í límsófunum. Alltaf jafn gaman að sitja þar og spjalla um lífið og tilveruna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli