miðvikudagur, mars 11, 2009

GÆS

Maður fær vatn í munninn bara við að sjá orðið á prenti.....! Í síðasta pistli sagði ég ykkur frá endurnærandi semveru okkar hjónanna í kofanum okkar um helgina. Ég las góða bók þar,
"Með lífið að láni" eftir þá félagana og sálfræðingana Jóhann Inga Gunnarsson og Sæmund Hafsteinsson. Mæli með henni, virkilega góð fyrir þá sem hafa áhuga á mannlegum þáttum tilverunnar.

Eitt atriði bókarinnar fjallar um bættan árangur. Þar segja þeir frá skemmtilegri hugrænni aðferðafræði sem byggir á orðinu GÆS, sem er skammstöfun fyrir - GET - ÆTLA - SKAL!! Sem dæmi um árangur segja þeir eftirfarandi sögu:

Faðir unglingsstúlku hafði áhyggjur af frammistöðu hennar í skólanum, hún var búin að eiga erfitt fyrir próf og stóð sig ekki nógu vel að hans mati. þannig að hann ætlaði að stappa rækilega í hana stálinu. Hann sagði henni frá þessari aðferðafræði GET ÆTLA og SKAL = GÆS.
Hún gæti allt sem hún vildi með því að venja sig á að standa fyrir framan spegilinn og fara með þessi orð, það myndi styrkja sjálfsöruggið.
Svo líður og bíður og stelpan rúllar bókstaflega upp prófunum . Pabbi hennar spyr hana þá, hvað gerðirðu eiginlega?? Þetta er ótrúlegt!!! Þá svarar stelpan.... nú, ég gerði eins og þú sagðir mér að gera, stóð fyrir framan spegilinn og sagði ÖND, ÖND, ÖND!

Máttur trúarinnar er mikill.

Engin ummæli: