þriðjudagur, mars 17, 2009

Refresh...

...takkinn er mikið notaður núna. Ég á von á tveimur einkunnum í dag úr málflutningsverkefninu. Önnin styttist óðum í aftari endann. Kennslu verður að mestu lokið viku af apríl. Þá hefst prófalestur. Staðreyndin er samt sú að ég er bara í þremur prófum í vor þó ég sé í fimm fögum. Hin tvö sem eftir standa samanstanda eingöngu af verkefnavinnu.

Það er hiti og þokuloft. Einhvernveginn svo vorlegt. Mótast kannski af því að ég sit við opinn gluggann og heyri náttúruhljóðin svo vel. Hlakka til að fá Erlu og Hrund heim á eftir. þó einvera geti verið góð má hún ekki vera of mikil....þá leiðist manni. Sérstaklega svona fjölskyldukalli eins og mér.

Engin ummæli: