mánudagur, júní 15, 2009

Danmörk

Það verður flogið til Kongens Köben í fyrramálið. Þetta er ferðin sem við hættum við fyrir jólin í fyrra. Þá var gengið svo svimandi hátt á dönsku krónunni að okkur fannst ekki verjandi að fara. Við áttum flugmiðana áfram og seinkuðum ferðinni fram í júní og vonuðum að gengið yrði skárra. Núna er gengið ennþá hátt, en ferðin endurskipulögð. Við heimsækjum Óla og Annette.
Það er tilhlökkun í okkur. Danmörk hefur alltaf heillað okkur. Það verður gaman að eyða tíma með þeim heiðurshjónum.
Farið vel með ykkur á meðan lesendur góðir.....

Engin ummæli: