
Það leit ekki vel út með veður fram eftir vikunni en rættist úr og við fengum flott veður í ferðinni.
Við stoppuðum oft við hina og þessa staðina sem vert var að skoða betur en unnt er út um bílgluggann og vegna litla mannfólksins sem var með í för, þau þurfa að hreyfa sig.

Ævintýrin gerast í svona ferðum og brekkurnar verða stundum of brattar. Þá getur verið gott að vera ekki einbíla. Við lentum í ýmiskonar skemmtilegheitum, vöð yfir grýttar ár, klettaklungur þar sem er mjög þröngt og erfitt að koma bíl í gegn, brattar brekkur o.fl. Svona kryddar bara ferðirnar.
Ég heyri af dætrum mínum hvað ferðir þeirra um landið á uppvaxtarárunum hefur haft mikil áhrif á þær, og skapað góðar minningar.
Ferðin í gær var eins og endranær, skemmtileg og nærandi. Bæði var samfélagið við fólkið okkar afar gott og svo virðist landið okkar búa yfir þeim einstöku töfrum að næra sálina og skapa vellíðan þegar maður á samfélag við það.
Góð ferð, í góðra vina hópi, um fallegasta land veraldar - er hægt að biðja um meira?
2 ummæli:
... kannski vantar bara - kaffi :)
Annars, var þessi ferð yndisleg!
Eins og þú segir Erling, gott fyrir börn að upplifa og sjá landið sitt í jákvæðu ljósi, þegar svo mikil neikvæð umræða á sér stað...
Við Íris og krakkarnir vorum afar ánægð með leiðangurinn og núna... er maður að svona að kíííkja á jeppa skooo á bilasölur.is hehe
Sá einn Landcruiser á tæpar 1400 þús. usss hvað manni langar í : )
kær kveðja, Karlott
Veit ekki hvar þetta endar. Það er búið að kveikja í manni veiðidellu og svo er það jeppadella. Hvað svo???
En þetta var mjög skemmtileg ferð og áhugavert að skoða landið á þennan hátt.
Kveðja
Björn Ingi
Skrifa ummæli