Já nú er ég orðinn 50 ára. það er aldrei, hefði mamma sagt. Ég er himinlifandi með það, eiginlega í orðsins fyllstu. Það voru nú engar flugeldasýningar á afmælisdaginn. Það var mér að kenna þar sem ég vildi ekkert tilstand þótt tilefnið gæfi kannski ástæðu til þess. Við ætlum nefnilega að halda smá veislu núna í nóvember fyrir okkur bæði. Það hentar vel - ein veisla/tvöfaldar gjafir :0) En svona án gríns þá er stefnan að vera einhversstaðar á erlendri grund á afmælisdaginn hennar Erlu. Verst samt hvað henni leiðist alltaf svoleiðis.
Skólinn er alveg að kæfa mig núna. Endalaus verkefnavinna. Mál tekin fyrir sem eru í deiglunni hverju sinni. Búinn að taka fyrir sr. Gunnars málið, myntkörfulánin, morðmálið í Hafnarfirði í haust ofl ofl. Þetta gengur samt vel og ég er sáttur við að hafa drifið mig í mastersnámið í kreppunni.
Kreppan já, hún snertir víst flesta. það er dýrara að lifa, dýrara að greiða af lánum, keyra bílinn sinn o.fl. Hún bankar víða.
Ég er samt bjartsýnn. Mér finnst þeir menn sem smíðuðu þennan Icesavemonster nálgast að vera landráðamenn. Og ég er alls ekki sáttur við framgang þeirra sem núna stýra þjóðarskútunni. Icesave átti að fara fyrir dóm. Svo finnst mér algerlega ótækt að ríkisstjórnin skuli semja um greiðslu á þessari óráðsíu án þess að gæta til ítrasta, lagalegs réttar þjóðarinnar að þjóðarrétti. Þann rétt er búið að semja frá okkur. Það var hetjulegt.
Við Erlan njótum samt sem áður daganna. Þeir eru góðir.
1 ummæli:
Pabbi, þú ert bara frábær, Guð blessi þig og hjálpi í náminu:):) Þín Arna
Skrifa ummæli