mánudagur, febrúar 01, 2010

Föðurland og Mýrdalur

Ég var á Föðurlandi um helgina, einn -grasekkjumaður fram á sunnudag. Ég notaði tímann til að lesa námsefnið. Ég skrapp líka í myndatökutúr inn í Fljótshlíð. Fljótshlíðin er endalaust myndefni enda fallegasta sveit á Íslandi. Ég set tvær hér að gamni, svo eru þrjár nýjar á Flickr síðunni minni. Ég hefði getað skroppið á þorrablót í Goðaland en ég nennti ekki konulaus. Við Erlan höfum oft talað um að gaman væri að skreppa, sérstaklega fyrir mig og hitta sveitungana. Það er alger snilld að vera í kofanum - einn eða fleiri.
Efri myndin er tekin við Bleiksá og sú neðri er tekin af hrafntinnustein fyrir utan bústaðinn, speglunin í steininum er af umhverfinu.

Erlan fór í húsmæðraorlof austur í Mýrdal. Ein skólasystir hennar úr Árbæjarskóla bauð þeim nokkrum skólasystrum í heimsókn en hún rekur bændagistingu á bænum Steig í Mýrdal. Þær skemmtu sér vel við upprifjun gamalla minninga.
Erla kom svo á Föðurland seinnipart sunnudags og svo keyrðum við saman heim um kvöldið.
Skólinn fór af stað með gauragangi og eins og við var að búast hefur verkefnavinnan komið á færibandi síðan. Helgin var góð hjá okkur báðum.
Hafið það gott vinir í íslensku veðursældinni.

Engin ummæli: