sunnudagur, júní 20, 2010

Tíminn flýgur

Vorannir hafa tekið óvenju langan tíma þetta árið hjá okkur hér í sveitinni. Prófin stóðu óvenju lengi yfir og síðan tók við innréttingavinna á Austurveginum. Það var heilmikið at þar sem við tókum við húsinu algerlega óinnréttuðu. Þremur vikum síðar opnuðum við svo búðina. Það má segja að þetta hafi hitt í mark þar sem troðið hefur verið út úr dyrum síðan við opnuðum. Selfyssingar hafa tekið þessu framtaki afar vel og hefur verið uppörvandi að fá svona mörg og góð komment frá þeim um staðinn.
það er mikil vinna að starta rekstri sem þessum en við gerum ráð fyrir að hún muni minnka og jafnast smátt og smátt eftir því sem aðstaðan batnar og starfsfólkið þjálfast.

Annar viðburður var í gær hjá okkur en þá útskrifaðist Íris okkar með mastersgráðu í lögfræði. Hún hefur staðið sig ótrúlega vel í náminu og fékk fyrstu einkunn út úr lokaprófunum. Karlott á mikið hrós skilið fyrir elju og þolinmæði þessi fimm ár sem þetta hefur tekið og má því segja að þetta sé sameiginleg uppskeruhátíð.
Til hamingju enn með þetta.

Það skal viðurkennast að eftir þessa törn er ég orðinn langeygður eftir smá fríi með Erlunni minni, í kofanum eða annarsstaðar. Allt hefur sinn tíma - það kemur að því.

Njótið íslenska sumarsins og fáið ykkur ís

Engin ummæli: