laugardagur, júní 05, 2010

Jæja

Eins og sést af skrifleysi hér á síðunni hefur verið virkilega annasamur tími undanfarið. Sem er gott því fátt er verra en aðgerðaleysi. Hér eins og annarsstaðar á suðurlandi hefur ekki mátt hreyfa vind án þess að dragi fyrir sól með öskuryki. Í gær var þetta sérlega slæmt en það var dimmt hér yfir allan daginn en..... samt var heiðskýrt. Gosið hefur sínar afleiðingar. Þetta á eftir að vera vandamál lengi því þetta hættir ekki fyrr en grær yfir öskuna.

Annirnar hafa sínar afleiðingar, t.d hefur garðurinn minn ekki verið sleginn ennþá. Það er komin þessi fína slægja og ekki komist hjá því að hefja... allavega fyrri slátt.
Ísbúðarverkefnið gengur á áætlun. Búið er að setja upp alla innveggi og pípulögn er lokið og rafmagn nánast. Helgin verður notuð til að mála. Ísvélarnar koma í hús á mánudaginn aðrar vélar eru komnar flestar. Framkvæmdin hefur vakið talsverða athygli í bæjarfélaginu og virðist vera á hvers manns vörum. Við fáum bara mjög jákvæð viðbrögð.

Málningardagur í dag og á morgun svo helgin er ekki letitími. Ég verð að segja að ég hlakka til að opna búðina.
Hafið það gott í dag.

Engin ummæli: