Annir á annir ofan... Bara svona ef einhver lítur hér inn ennþá þá er þetta afsökun á bloggleysi mínu undanfarið. Eins og ég hef sagt er lífið laglína sem hljómar ekki alltaf eins. Hann er hraður kaflinn um þessar mundir. Ég sagði ykkur í síðustu færslu að ég hefði ákveðið að teygja ritgerðina mína fram á næstu önn og klára hana í vor. Ég sem sagt hætti við að seinka henni og ákvað að spýta frekar í lófana og er kominn á fleygiferð með hana, sem sagt ritgerð númer tvö, því ég þurfti að hætta við þá fyrri.
Mitt í þessum önnum hversdagsleikans er ég samt ánægður með lífið eins og það er. Grámuskan er jafn nauðsynleg og allar hinar nóturnar í flórunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli