þriðjudagur, nóvember 30, 2010
Dritgerð...
...er réttnefni. Er að vinna þetta á mikilli hraðferð. Er farinn að efast um að þetta sé hægt. Ætla samt að halda fullum dampi fram á síðasta metra. Ef það skýrist þar að ég hafi þetta ekki... þá bít ég í það súra epli og kyngi...
þriðjudagur, nóvember 16, 2010
Dagur íslenskrar tungu
Í tilefni dagsins er hér eitt fallegast kvæði okkar Íslendinga. Það fjallar um sveitina mína, Fljótshlíð, þegar Gunnar (frændi) á Hlíðarenda snýr við og fær ekki af sér að yfirgefa landið sem fóstraði hann...
Kvæðið er Gunnarshólmi eftir Jónas Hallgrímsson.
Jónas segir sjálfur:
„Sunnan á Íslandi, í hjeraði því, sem gjeingur upp af Landeíum millum Eiafjalla og Fljótshlíðar, er allmikjið sljettlendi, og hefir firrum verið grasi gróið, enn er nú nálega allt komið undir eirar og sanda, af vatnagángji; á einum stað þar á söndum, firir austan Þverá, stendur efptir grænn reitur óbrotinu, og kallaður Gunnarshólmi, því það er enn sögn manna, að þar hafi Gunnar frá Hlíðarenda snúið aptur, þegar þeir bræður riðu til skjips, eins og alkunnugt er af Njálu. Þetta er tilefni til smákvæðis þess, sem hjer er prentað neðan við.“
Skein yfir landi sól á sumarvegi
og silfurbláan Eyjafjallatind
gullrauðum loga glæsti seint á degi.
Við austur gnæfir sú hin mikla mynd
hátt yfir sveit, og höfði björtu svalar
í himinblámans fagurtæru lind.
Beljandi foss við hamrabúann hjalar
á hengiflugi undir jökulrótum
þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar.
En hinum megin föstum standa fótum
blásvörtum feldi búin Tindafjöll
og grænu belti gyrð á dalamótum;
með hjálminn skyggnda, hvítri líkan mjöll,
horfa þau yfir heiðavötnin bláu
sem falla niður fagran Rangárvöll;
þar sem að una byggðarbýlin smáu,
dreifð yfir blómguð tún og grænar grundir.
Við norður rísa Heklutindar háu.
Svell er á gnípu, eldur geisar undir,
í ógnadjúpi, hörðum vafin dróma,
Skelfing og Dauði dvelja langar stundir.
En spegilskyggnd í háu lofti ljóma
hrafntinnuþökin yfir svörtum sal.
Þaðan má líta sælan sveitarblóma;
því Markarfljót í fögrum skógardal
dunar á eyrum, breiða þekur bakka
fullgróinn akur, fegurst engjaval
þaðan af breiðir hátt í hlíðarslakka
glitaða blæju, gróna blómum smám.
Klógulir ernir yfir veiði hlakka;
því fiskar vaka þar í öllum ám.
Blikar í lofti birkiþrastasveimur
og skógar glymja, skreyttir reynitrjám.
Þá er til ferðar fákum snúið tveimur
úr rausnargarði hæstum undir Hlíð,
þangað sem heyrist öldufallaeimur;
því hafgang þann ei hefta veður blíð
sem voldug reisir Rán á Eyjasandi,
þar sem hún heyir heimsins langa stríð.
Um trausta strengi liggur fyrir landi
borðfögur skeið með bundin segl við rá;
skínandi trjóna gín mót sjávargrandi.
Þar eiga tignir tveir að flytjast á
bræður af fögrum fósturjarðarströndum
og langa stund ei litið aftur fá,
fjarlægum ala aldur sinn í löndum,
útlagar verða vinaraugum fjær;
svo hafa forlög fært þeim dóm að höndum.
Nú er á brautu borinn vigur skær
frá Hlíðarenda hám; því Gunnar ríður,
atgeirnum beitta búinn – honum nær
dreyrrauðum hesti hleypir gumi fríður
og bláu saxi gyrður yfir grund;
þar mátti kenna Kolskegg allur lýður.
Svo fara báðir bræður enn um stund;
skeiðfráir jóar hverfa fram að fljóti,
Kolskeggur starir út á Eyjasund.
En Gunnar horfir hlíðarbrekku móti,
hræðist þá ekki frægðarhetjan góða
óvinafjöld, þó hörðum dauða hóti.
„Sá eg ei fyrr svo fagran jarðargróða,
fénaður dreifir sér um græna haga,
við bleikan akur rósin blikar rjóða.
Hér vil eg una ævi minnar daga
alla sem guð mér sendir. Farðu vel,
bróðir og vinur!“ – Svo er Gunnars saga.
Því Gunnar vildi heldur bíða hel
en horfinn vera fósturjarðarströndum.
Grimmilegir fjendur, flárri studdir vél,
fjötruðu góðan dreng í heljarböndum.
Hugljúfa samt eg sögu Gunnars tel,
þar sem eg undrast enn á köldum söndum
lágan að sigra ógnabylgju ólma
algrænu skrauti prýddan Gunnarshólma.
Þar sem að áður akrar huldu völl
ólgandi Þverá veltur yfir sanda;
sólroðin líta enn hin öldnu fjöll
árstrauminn harða fögrum dali granda;
flúinn er dvergur, dáinn hamratröll,
dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda;
en lágum hlífir hulinn verndarkraftur
hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur.
(Jónas Hallgrímsson 1837)
Kvæðið er Gunnarshólmi eftir Jónas Hallgrímsson.
Jónas segir sjálfur:
„Sunnan á Íslandi, í hjeraði því, sem gjeingur upp af Landeíum millum Eiafjalla og Fljótshlíðar, er allmikjið sljettlendi, og hefir firrum verið grasi gróið, enn er nú nálega allt komið undir eirar og sanda, af vatnagángji; á einum stað þar á söndum, firir austan Þverá, stendur efptir grænn reitur óbrotinu, og kallaður Gunnarshólmi, því það er enn sögn manna, að þar hafi Gunnar frá Hlíðarenda snúið aptur, þegar þeir bræður riðu til skjips, eins og alkunnugt er af Njálu. Þetta er tilefni til smákvæðis þess, sem hjer er prentað neðan við.“
Skein yfir landi sól á sumarvegi
og silfurbláan Eyjafjallatind
gullrauðum loga glæsti seint á degi.
Við austur gnæfir sú hin mikla mynd
hátt yfir sveit, og höfði björtu svalar
í himinblámans fagurtæru lind.
Beljandi foss við hamrabúann hjalar
á hengiflugi undir jökulrótum
þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar.
En hinum megin föstum standa fótum
blásvörtum feldi búin Tindafjöll
og grænu belti gyrð á dalamótum;
með hjálminn skyggnda, hvítri líkan mjöll,
horfa þau yfir heiðavötnin bláu
sem falla niður fagran Rangárvöll;
þar sem að una byggðarbýlin smáu,
dreifð yfir blómguð tún og grænar grundir.
Við norður rísa Heklutindar háu.
Svell er á gnípu, eldur geisar undir,
í ógnadjúpi, hörðum vafin dróma,
Skelfing og Dauði dvelja langar stundir.
En spegilskyggnd í háu lofti ljóma
hrafntinnuþökin yfir svörtum sal.
Þaðan má líta sælan sveitarblóma;
því Markarfljót í fögrum skógardal
dunar á eyrum, breiða þekur bakka
fullgróinn akur, fegurst engjaval
þaðan af breiðir hátt í hlíðarslakka
glitaða blæju, gróna blómum smám.
Klógulir ernir yfir veiði hlakka;
því fiskar vaka þar í öllum ám.
Blikar í lofti birkiþrastasveimur
og skógar glymja, skreyttir reynitrjám.
Þá er til ferðar fákum snúið tveimur
úr rausnargarði hæstum undir Hlíð,
þangað sem heyrist öldufallaeimur;
því hafgang þann ei hefta veður blíð
sem voldug reisir Rán á Eyjasandi,
þar sem hún heyir heimsins langa stríð.
Um trausta strengi liggur fyrir landi
borðfögur skeið með bundin segl við rá;
skínandi trjóna gín mót sjávargrandi.
Þar eiga tignir tveir að flytjast á
bræður af fögrum fósturjarðarströndum
og langa stund ei litið aftur fá,
fjarlægum ala aldur sinn í löndum,
útlagar verða vinaraugum fjær;
svo hafa forlög fært þeim dóm að höndum.
Nú er á brautu borinn vigur skær
frá Hlíðarenda hám; því Gunnar ríður,
atgeirnum beitta búinn – honum nær
dreyrrauðum hesti hleypir gumi fríður
og bláu saxi gyrður yfir grund;
þar mátti kenna Kolskegg allur lýður.
Svo fara báðir bræður enn um stund;
skeiðfráir jóar hverfa fram að fljóti,
Kolskeggur starir út á Eyjasund.
En Gunnar horfir hlíðarbrekku móti,
hræðist þá ekki frægðarhetjan góða
óvinafjöld, þó hörðum dauða hóti.
„Sá eg ei fyrr svo fagran jarðargróða,
fénaður dreifir sér um græna haga,
við bleikan akur rósin blikar rjóða.
Hér vil eg una ævi minnar daga
alla sem guð mér sendir. Farðu vel,
bróðir og vinur!“ – Svo er Gunnars saga.
Því Gunnar vildi heldur bíða hel
en horfinn vera fósturjarðarströndum.
Grimmilegir fjendur, flárri studdir vél,
fjötruðu góðan dreng í heljarböndum.
Hugljúfa samt eg sögu Gunnars tel,
þar sem eg undrast enn á köldum söndum
lágan að sigra ógnabylgju ólma
algrænu skrauti prýddan Gunnarshólma.
Þar sem að áður akrar huldu völl
ólgandi Þverá veltur yfir sanda;
sólroðin líta enn hin öldnu fjöll
árstrauminn harða fögrum dali granda;
flúinn er dvergur, dáinn hamratröll,
dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda;
en lágum hlífir hulinn verndarkraftur
hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur.
(Jónas Hallgrímsson 1837)
mánudagur, nóvember 15, 2010
Skrifstofan heima...
... er tilveran mín þessa dagana. Ekki að það sé svo slæmt. Aðstæður leyfa mér ekki annað en vera með hugann við ritgerð dagana langa. Ég lít samt upp, er til dæmis að fara í dansinn á eftir. Við erum að æfa okkur fyrir nemendasýningu sem verður í lok námskeiðsins - hehe eins gott að maður haldi takti.
Það gengur nokkuð vel með ritgerðina, er kominn með 18 þúsund orð af 25-30 þúsund og fjórar vikur til stefnu. Er farinn að anda rólegar, held þetta náist.
Eins og þið sjáið á þessari færslu nær tilverna mín ekki mikið út fyrir ritgerðina svo ég læt allar hugleiðingar um lífsins gagn og nauðsynjar bíða betri tíma, þó af nógu sé að taka, tilveran er alltaf litrík.
Njótið daganna.
Það gengur nokkuð vel með ritgerðina, er kominn með 18 þúsund orð af 25-30 þúsund og fjórar vikur til stefnu. Er farinn að anda rólegar, held þetta náist.
Eins og þið sjáið á þessari færslu nær tilverna mín ekki mikið út fyrir ritgerðina svo ég læt allar hugleiðingar um lífsins gagn og nauðsynjar bíða betri tíma, þó af nógu sé að taka, tilveran er alltaf litrík.
Njótið daganna.
laugardagur, nóvember 06, 2010
Skrifað í óminni
Hvað á maður að segja..... Horfandi á dagatalið telja niður dagana fer um mig hrollur, 5 vikur og verkið ekki hálfnað. Á einhver flug gír handa mér?
fimmtudagur, nóvember 04, 2010
Grasekkill...!
Frúin er í London. Ég er, svo sem, hvort sem er með nefið ofan í ritgerð þessa dagana. Það var djarft að ætla að klára mastersritgerð á átta vikum. Þetta er ekki hrist fram úr erminni einn tveir og bingó. Ég fæ svona kjánahroll annað slagið yfir því hvernig mér gat dottið þetta í hug? Maður fer stundum langt á bjartsýninni og hálfnað er verk þá hafið er segir máltækið. Það hefur gengið vel að skrifa hingað til en nú eru tæplega sex vikur í skil þann 15. des.
það snjóar í höfuðborginni. Hér hefur ekki komið snjókorn ennþá, ég er mjög sáttur við það. Það er aftur á móti búið að vera kalt sem sést best á ánni sem er orðin hrímuð, allavega flýtur klakaður krapi eftir henni sem gerir hana mjög vetrarlega. Eins og fyrri daginn virðast fuglar finna sér mikið æti þrátt fyrir klakaburð því þeir hamast að kafa eftir einhverju milli íshrönglsins.
Ég átti svolítið bágt með mig að fara ekki austur að Gígju og sjá hlaupið en lét þó skynsemina ráða, mér veitir ekki af hverjum degi sem ég hef til að skrifa þessi dægrin.
Ég er orðinn langeygður eftir fríi... það kemur að því geri ég ráð fyrir.
Hafið það gott vinir.
það snjóar í höfuðborginni. Hér hefur ekki komið snjókorn ennþá, ég er mjög sáttur við það. Það er aftur á móti búið að vera kalt sem sést best á ánni sem er orðin hrímuð, allavega flýtur klakaður krapi eftir henni sem gerir hana mjög vetrarlega. Eins og fyrri daginn virðast fuglar finna sér mikið æti þrátt fyrir klakaburð því þeir hamast að kafa eftir einhverju milli íshrönglsins.
Ég átti svolítið bágt með mig að fara ekki austur að Gígju og sjá hlaupið en lét þó skynsemina ráða, mér veitir ekki af hverjum degi sem ég hef til að skrifa þessi dægrin.
Ég er orðinn langeygður eftir fríi... það kemur að því geri ég ráð fyrir.
Hafið það gott vinir.
miðvikudagur, nóvember 03, 2010
"Gott atlæti er gjöfum betra..."
Aðeins til umhugsunar í gráum kreppuhverdagsleikanum. Gjafir eru afstæðar en hlýtt viðmót kemur frá hjartanu og talar hærra.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)