... er tilveran mín þessa dagana. Ekki að það sé svo slæmt. Aðstæður leyfa mér ekki annað en vera með hugann við ritgerð dagana langa. Ég lít samt upp, er til dæmis að fara í dansinn á eftir. Við erum að æfa okkur fyrir nemendasýningu sem verður í lok námskeiðsins - hehe eins gott að maður haldi takti.
Það gengur nokkuð vel með ritgerðina, er kominn með 18 þúsund orð af 25-30 þúsund og fjórar vikur til stefnu. Er farinn að anda rólegar, held þetta náist.
Eins og þið sjáið á þessari færslu nær tilverna mín ekki mikið út fyrir ritgerðina svo ég læt allar hugleiðingar um lífsins gagn og nauðsynjar bíða betri tíma, þó af nógu sé að taka, tilveran er alltaf litrík.
Njótið daganna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli