þriðjudagur, ágúst 23, 2011

Veiðin þetta sumarið...

Einn tittur á land í allt sumar er allt og sumt. Það þykir nú ekki í veiðifrásögur færandi, sá fór nánast beint á grillið og var étinn með det samme. En nú styttist í Baugsstaðaósinn hjá mér. Ég sá á fésinu að ég hafði farið í ósinn fyrir nákvæmlega einu ári síðan þ.e á morgun, greinilega þreyttur á þjóðfélagsþrasinu því ég taldi mig heppinn að heyra ekkert af slíku heldur skyldi etja kappi við vatnabúann sem ég og gerði.

Einhvern veginn virðist alltaf vera meira en nóg að sýsla og tími til veiða af skornum skammti. Þórisvatnið sveif framhjá í tíma en ég vil fara þangað snemmsumars en reynslan hefur kennt mér að ef ég fer síðsumars þá er veiðin orðin treg.
Haustið er minn tími í veiðinni bæði í fisk og fugli svo ég er svona við það að fara að bretta upp ermarnar og blása til sóknar.

Best að vera ekki með neinar árangursyfirlýsingar fyrirfram eða eðlislægt grobb, sjáum heldur hvað setur.




Engin ummæli: