Það má kallaða það. Ég skrapp austur á Föðurland til að loka þakinu á millibyggingunni á kofanum. Ég ætlaði að vera búinn að opna á milli fyrir veturinn en það verður nú ekki svo gott. Ég verð samt að loka þakinu fyrir veturinn því þá get ég notað dauðan tíma í vetur til að skjótast hingað og vinna því þetta verður orðið innandyra þegar þakið er orðið regnhelt. Það rigndi á mig í dag... í meira lagi svo ég gerði ekki eins mikið og ég ætlaði, en svona er bara lífið það skiptast á skin og skúrir, ætla að reyna að klára þetta á morgun.
Ég verð að viðurkenna að það er kósý að krota nokkrar línur um lífsins gang svona undir arineldi eins og gjarnan er hér. Það vantar bara Erluna mína til að fullkomna þetta.
Það eru breytingar í farvatninu varðandi Íslandus ísbar. Við erum að undirbúa að gera þetta að sjálfsafgreiðsluísbar líkt og Yoyo og Joger. Við munum gera þetta í samvinnu við Emmessís undir vörumerkinu Joger. Við munum bjóða áfram upp á rjómaísinn okkar og "gamla ísinn" en að auki verðum við með nýja tegund jógúrt íss með mörgum bragðtegundum sem er að slá í gegn fyrir norðan og reyndar í Kringlunni líka. Þetta er afar ferskur og bragðgóður ís og er hrein hollusta því hann er hvorttveggja sykur- og fitulaus eða því sem næst.
Það verður spennandi að prófa þetta en viðtökurnar norðan heiða gefa okkur ástæðu til að þetta muni falla í geð hjá viðskiptavinum okkar hér sunnan heiða. Við þessar breytingar verður til þriðja verslunarplássið í húsinu því svona fyrirkomulag krefst ekki sama pláss og við notum núna svo við munum skipta upp húsnæðinu. Við erum ekki alveg búin að ákveða hvað verður sett í það pláss en það verður eitthvað sniðugt.
Eldurinn er að kulna í arninum og kominn tími á að skutla sér í koju að sjómannasið... er reyndar eins langt frá því að vera sjómaður og hægt er að komast, ég nota aðrar veiðiaðferðir. Ég ætti frekar að segja að tími sé kominn til að halla sér því morgundagurinn verður tekinn snemma eins og bænda er siður en ég er bóndi eins og allir vita... framleiði og sel mjólkurafurðir, í frosnu formi.
Jæja ég er hættur þessu. Njótið haustsins gott fólk, það er fallegur tími og bráðum kemur vetur, þá er tími kertaljósanna og jólin...! já lífið er gott.
þriðjudagur, september 27, 2011
sunnudagur, september 18, 2011
Austurríki Walchsee.
Það er víðar fallegt en á Íslandi, það verður að viðurkennast að Austurríki stendur nær jafnfætis okkur í náttúrufegurð, bara öðruvísi. Við vorum að koma úr vikufríi sem við eyddum þar á vegum Bændaferða.
Landið er eitthvað það fallegasta sem ég hef augum litið og hrikaleikinn í fjöllunum er engu líkur. Við vorum í Tirola héraði Austurríkis þar sem jóðlið og harmonikkan skipa hásæti í tónlistinni. Þó fórum við á tónleika stórsveita þar sem blásturshljóðfærin voru þeytt með snilldartöktum og innfæddir skemmtu sér eins og þeim einum er lagið, spilararnir gengu um á meðal gesta og stukku upp á borð og spiluðu hver í kapp við annan af mikilli innlifun.
Það er ekki hægt annað en að heillast af þessu fólki. Lífsgleðin og kátínan virðist þeim svo eðlileg, svo kunna þeir að drekka bjór sem þeir kneyfa af mikilli list án þess að verða drukknir, en við sáum ekki vín á nokkrum manni.
við Erlan nutum verunnar þarna í botn enda annálaðir náttúrudýrkendur. Við heimsóttum Arnarhreiðrið sem Hitler lét gera árið 1938, það var heilmikil upplifun. Svo tókum við kláf í 2000 metra hæð og þar voru kýr á beit, en merkilegt nokk þá var þarna grösugt og fínt beitarland og útsýnið var stórkostlegt. Myndin er tekin við Arnarhreiðrið.
Kúasmölunarhátíðin, sem er karnival í tilefni þess að bændur koma með kýrnar úr seljum þar sem þær eru hafðar fjóra sumarmánuði á ári, var skemmtileg og mikið fjör.
Tirolatónlistin ómaði og heimamenn og konur í þjóðbúningum settu skemmtilegan svip á hátíðina. Bestu kýrnar komu svo til bæjarins skreyttar með blómum og bjöllum og stoltir eigendur þeirra fylgdu þeim í gegnum bæinn, sumir á ævagömlum traktorum sem voru líka skreyttir. Þetta er sveitafólk sem greinilega ber mikla virðingu fyrir landinu og náttúrunni því snyrtimennskan er ótrúleg allsstaðar. Hvergi að sjá drasl, varla karamellubréf. Húsin þeirra eru flest skreytt með litskrúðugum blómum og eru reisuleg, yfirleitt tveggja til þriggja hæða með stórum svölum og gjarnan útskornum þakköntum, gríðarlega flott.
Það var gaman að upplifa þetta allt og það skemmdi ekkert að við þekktum nokkra í hópnum sem við endurnýjuðum kynni við og kynntumst nýju fólki. Bændaferðir er ferðaskrifstofa sem ég mæli hiklaust með.
Gamall skólabróðir minn, Bjössi í Teigi, var fararstjóri í ferðinni. Hann gerði þetta vel og það var gaman að kynnast honum aftur, ljúflingur þar á ferð.
Mánudagur á morgun og alvaran tekur við á ný.
Landið er eitthvað það fallegasta sem ég hef augum litið og hrikaleikinn í fjöllunum er engu líkur. Við vorum í Tirola héraði Austurríkis þar sem jóðlið og harmonikkan skipa hásæti í tónlistinni. Þó fórum við á tónleika stórsveita þar sem blásturshljóðfærin voru þeytt með snilldartöktum og innfæddir skemmtu sér eins og þeim einum er lagið, spilararnir gengu um á meðal gesta og stukku upp á borð og spiluðu hver í kapp við annan af mikilli innlifun.
Það er ekki hægt annað en að heillast af þessu fólki. Lífsgleðin og kátínan virðist þeim svo eðlileg, svo kunna þeir að drekka bjór sem þeir kneyfa af mikilli list án þess að verða drukknir, en við sáum ekki vín á nokkrum manni.
við Erlan nutum verunnar þarna í botn enda annálaðir náttúrudýrkendur. Við heimsóttum Arnarhreiðrið sem Hitler lét gera árið 1938, það var heilmikil upplifun. Svo tókum við kláf í 2000 metra hæð og þar voru kýr á beit, en merkilegt nokk þá var þarna grösugt og fínt beitarland og útsýnið var stórkostlegt. Myndin er tekin við Arnarhreiðrið.
Kúasmölunarhátíðin, sem er karnival í tilefni þess að bændur koma með kýrnar úr seljum þar sem þær eru hafðar fjóra sumarmánuði á ári, var skemmtileg og mikið fjör.
Tirolatónlistin ómaði og heimamenn og konur í þjóðbúningum settu skemmtilegan svip á hátíðina. Bestu kýrnar komu svo til bæjarins skreyttar með blómum og bjöllum og stoltir eigendur þeirra fylgdu þeim í gegnum bæinn, sumir á ævagömlum traktorum sem voru líka skreyttir. Þetta er sveitafólk sem greinilega ber mikla virðingu fyrir landinu og náttúrunni því snyrtimennskan er ótrúleg allsstaðar. Hvergi að sjá drasl, varla karamellubréf. Húsin þeirra eru flest skreytt með litskrúðugum blómum og eru reisuleg, yfirleitt tveggja til þriggja hæða með stórum svölum og gjarnan útskornum þakköntum, gríðarlega flott.
Það var gaman að upplifa þetta allt og það skemmdi ekkert að við þekktum nokkra í hópnum sem við endurnýjuðum kynni við og kynntumst nýju fólki. Bændaferðir er ferðaskrifstofa sem ég mæli hiklaust með.
Gamall skólabróðir minn, Bjössi í Teigi, var fararstjóri í ferðinni. Hann gerði þetta vel og það var gaman að kynnast honum aftur, ljúflingur þar á ferð.
Mánudagur á morgun og alvaran tekur við á ný.
laugardagur, september 03, 2011
Heiðarvatn og Grímsstaðir á fjöllum.
Fyrir áratug eða svo fórum við Erlan og Hrund í veiðitúr ásamt vinafólki okkar í Heiðarvatn í Mýrdal. Við veiddum engin ósköp en ég hitti þar menn sem voru öllum hnútum kunnugir og þeir sýndu mér veiði sem kveikti rækilega í mér. Stærðar sjóbirtingar 80 - 90 cm. og laxar sem þeir höfðu fengið þá um kvöldið og nóttina. Þeir sögðu mér að vatnið og Vatnsáin sem rennur úr því út í Kerlingardalsá væru veiðiperlur sem of fáir vissu um, líkt og sjá mátti af veiðinni þeirra.
Stuttu seinna fréttist að svissneskur auðmaður hefði keypt þær þrjár jarðir (frekar en tvær minnir mig) sem tilheyra Heiðardalnum og eiga vatnið og ána. Ég hringdi í bóndann á Litlu Heiði sem nú var orðinn leigutaki Svisslendingsins og spurði um veiðileyfi. Hann sagði mér að eigandinn væri búinn að loka fyrir alla veiði og myndi ekki heimila neina veiði í vatninu um nánustu framtíð.
Það þótti mér súrt að erlendur auðmaður gæti keypt svona upp heilt landsvæði og vatnið og ána með og lokað því af því að honum datt það í hug si svona.
Nú vill kínverskur auðmaður kaupa stærstu jörð Íslands sem nær yfir 0.3% af landinu okkar. Hann vill byggja upp atvinnu á þessum landsvæðum og fjárfesta fyrir mikla peninga. Sá þáttur í málinu er góður því okkur vantar peninginn en eignarhaldið er annað mál. Eignarrétturinn er svo ríkur að ef honum sýnist svo þá getur hann lokað þessum parti landsins fyrir almenningi bara ef honum dettur það í hug, rétt eins og þeim svissneska datt í hug að loka Heiðarvatni.
Komið hefur fram að hann á sæg af peningum og hefur þannig enga þörf beinlínis til að þessi fjárfesting skili honum arði. Hann getur m.ö.o. gert þetta að sinni einkaparadís bara ef hann er í þannig skapi einhvern daginn.
Það getur vel verið að mörgum finnist þetta viðkvæmni í mér en það verður að líta til framtíðar og eignarhald er eðlis síns vegna ótímasett. það er ekki víst að barnabörnin okkar kunni okkur miklar þakkir þegar þau fullorðnast og búið er að selja ríkum útlendingum jarðir á kippum á landinu okkar og takmarkanir á nýtingu þess og umferð í samræmi við það.
Í mér er það mikil þjóðremba að ég vil ekki að útlendingar eignist landið og ráðskist með það líkt og Heiðarvatnið, þá er besta forvörnin að hætta áður en við byrjum.
Stuttu seinna fréttist að svissneskur auðmaður hefði keypt þær þrjár jarðir (frekar en tvær minnir mig) sem tilheyra Heiðardalnum og eiga vatnið og ána. Ég hringdi í bóndann á Litlu Heiði sem nú var orðinn leigutaki Svisslendingsins og spurði um veiðileyfi. Hann sagði mér að eigandinn væri búinn að loka fyrir alla veiði og myndi ekki heimila neina veiði í vatninu um nánustu framtíð.
Það þótti mér súrt að erlendur auðmaður gæti keypt svona upp heilt landsvæði og vatnið og ána með og lokað því af því að honum datt það í hug si svona.
Nú vill kínverskur auðmaður kaupa stærstu jörð Íslands sem nær yfir 0.3% af landinu okkar. Hann vill byggja upp atvinnu á þessum landsvæðum og fjárfesta fyrir mikla peninga. Sá þáttur í málinu er góður því okkur vantar peninginn en eignarhaldið er annað mál. Eignarrétturinn er svo ríkur að ef honum sýnist svo þá getur hann lokað þessum parti landsins fyrir almenningi bara ef honum dettur það í hug, rétt eins og þeim svissneska datt í hug að loka Heiðarvatni.
Komið hefur fram að hann á sæg af peningum og hefur þannig enga þörf beinlínis til að þessi fjárfesting skili honum arði. Hann getur m.ö.o. gert þetta að sinni einkaparadís bara ef hann er í þannig skapi einhvern daginn.
Það getur vel verið að mörgum finnist þetta viðkvæmni í mér en það verður að líta til framtíðar og eignarhald er eðlis síns vegna ótímasett. það er ekki víst að barnabörnin okkar kunni okkur miklar þakkir þegar þau fullorðnast og búið er að selja ríkum útlendingum jarðir á kippum á landinu okkar og takmarkanir á nýtingu þess og umferð í samræmi við það.
Í mér er það mikil þjóðremba að ég vil ekki að útlendingar eignist landið og ráðskist með það líkt og Heiðarvatnið, þá er besta forvörnin að hætta áður en við byrjum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)