sunnudagur, febrúar 12, 2012

Ómstríður kaflinn...

...um þessar mundir. Kallinn á kafi í verkefnum. Blogga ekki mikið undir álagi eins og dyggir lesendur mínir vita. Það fer gjarnan þannig ef hugurinn er á miklu flugi að ég gef mér ekki tíma til að setjast niður og skrifa.
Þessari vinnutörn á samt að ljúka í síðasta lagi 16. mars. Þá verður gott að setjast niður og bjóða frú Leti og fleiri góðum gestum í kaffi og jafnvel gistingu.

Þangað til... skulum við samt njóta daganna.

Engin ummæli: